Samferða í 30 ár

LungA hlýtur heiðurs­viður­kenningu Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.

Lesa meira

30 ára afmælishátíð og afhending gæðaviðurkenninga Erasmus+

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum býður Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi til afmælishátíðar í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember nk.

Lesa meira

Tölfræði Erasmus

Ísland tók í fyrsta skipti þátt í menntaáætlun ESB Erasmus árið 1992. Til að byrja með náði hún aðeins til háskólastúdenta undir heitinu Erasmus, en býður nú jafnframt upp á tækifæri í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu, æskýðsstarfi og íþróttum undir heitinu Erasmus+.

Lesa meira
Afmæli í Strassborg

Hvað er tvítugur þýskur rafvirki, menntamálaráðherra Portúgals og þekkt sænsk sjónvarpskona og leikskáld að gera saman í Strassborg?

Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona var viðstödd afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór á dögunum í Strassborg. Hún var þar í hópi 33 fulltrúa frá hverju ríki sem taka þátt í áætluninni en þeir eru allir fyrrum Erasmus nemar.

Lesa meira
Erasmus-Birthday-Cupcake

ESB gefur út nýtt app í tilefni af 30 ára afmæli Erasmus+

Í dag, þann 13. júní 2017 fagnar Evrópusambandið 30 ára afmæli Erasmus og því að nú hafa yfir 9 milljónir Evrópubúa notið stuðnings frá áætluninni.

Lesa meira
Ágúst Hjörtur Ingþórsson

Framtíð Erasmus+ er björt

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið stuðnings þessarar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar ESB og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrir aukningu á fjármagni til úthlutunar næstu árin.

Lesa meira

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB fagnar 30 ára afmæli í ár. Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur sett upp síðu tileinkaða afmælinu þar sem finna má margvíslegar upplýsingar, m.a. hvað varðar þátttöku Íslands.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica