Um Erasmus+ á Íslandi

Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál 2014 - 2020

Erasmus+ mun veita 14,7 milljarða evra í styrki á þessu sjö ára tímabili til fjölbreyttra verkefna.

Áætlunin styður meðal annars skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, notkun upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám, viðurkenningu á færni, fjölbreytt samstarfsverkefni, nýsköpun í kennslufræðum, stefnumótun á öllum stigum, átök gegn leikjasvindli og fíkniefnanotkun íþróttum, og margt fleira.

Yfir 10 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá Erasmus áætluninni frá því hún hóf göngu sína árið 1987. Á því 28 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 30.700 talsins.

Styrkir úr Erasmus+ til mennta- og æskulýðsmála skiptast í þrjá flokka:

Nánari upplýsingar um uppbyggingu Erasmus+ eru í Handbók Erasmus+.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi

Á Íslandi hýsir Rannís Landskrifstofu Erasmus+. Hluti styrkja Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs og íþróttamála eru í umsjá Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica