Viku námsheimsókn til Finnlands 12.-17. nóvember 2017

10.8.2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir einum þátttakanda í viku námsheimsókn undir yfirskriftinni Strengthening the competence-based approach – Flexible learning paths and recognition of competences. Viðburðurinn verður haldinn í Finnlandi 12. – 17. nóvember nk.

„Strengthening the competence-based approach – Flexible learning paths and recognition of competenes“ er viku námsheimsókn sem haldin verður í Finnlandi, dagana 12.-17. nóvember nk. Hér er markhópurinn skólastjórar og stjórnendur starfsmenntaskóla og stofnana. Námsheimsóknin hefst í Helsinki en skiptist síðan milli Kerava og Tampere. Áherslan er á finnska starfsmenntakerfið, vinnustaðanám, mat og þjálfun og hvernig starfsmenntaeiningakerfið ECVET hefur verið aðlagað því finnska.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Rík áhersla er lögð á myndun Erasmus+ verkefna og að þátttakendur fari sem fulltrúar sinna skóla/stofnana/samtaka og séu opnir fyrir að taka þátt í slíkri vinnu.

Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 1. september nk.

Sækja um þátttöku
Þetta vefsvæði byggir á Eplica