Tvær tengslaráðstefnur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu

26.9.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tvær tengslaráðstefnur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu í nóvember. Veittir verða styrkir til allt að fjögurra einstaklinga til þess að sækja ráðstefnurnar.

 

Dublin, Írland: Tengslaráðstefna náms- og starfsráðgjafa í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu

Auglýst er eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Guidance and supportive approaches with adults in AE and VET, sem haldin verður í Dublin, Írlandi, dagana 6.-8. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er ætluð náms- og starfsráðgjöfum sem starfa á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu.

Á ráðstefnunni verður fjallað um náms- og starfsráðgjöf í víðum skilningi en tilgangur hennar er að koma á samstarfi með það að markmiði að vinna umsókn og sækja um Erasmus+ verkefni. Unnið verður að umsóknum um Erasmus+ samstarfsverkefni (KA2) sem og náms- og þjálfunarverkefni (KA1).

Nánari upplýsingar (á ensku)

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni á Írlandi og innifelur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í honum felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90%) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnahugmyndir ef þær eru fyrir hendi.

Umsóknarfrestur er mánudagurinn 7. október nk. kl. 13:00.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU

 

Helsinki, Finnland: Tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar

Auglýst er eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna The future of VET, sem haldin verður í Helsinki, Finnlandi, dagana 11.-13. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki sem starfar á sviði starfsmenntunar; í framhaldsskólum, fræðslusetrum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum.

Skipulagið verður svolítið annað en á hefðbundnum tengslaráðstefnum þar sem mikil áhersla verður lögð á þróun innihalds og skipulags nýrra verkefna á sviði starfsmenntunar. Þema verkefna getur verið fjölbreytt t.d. námsumhverfi, hlutverk kennara, stafrænar kennsluaðferðir.

Reiknað er með um 70 þátttakendum sem starfa á sviði starfsmenntunar um alla Evrópu og tækifæri gefst til að vinna að umsókn um Erasmus+ verkefni með aðstoð starfsfólks landskrifstofunnar.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Finnlandi og innifelur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90%) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnahugmyndir ef þær eru fyrir hendi.

Umsóknarfrestur er mánudagurinn 7. október nk. kl. 13:00.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU
Þetta vefsvæði byggir á Eplica