Þematengd ráðstefna í Wageningen, Hollandi, 23.-25. júní 2019

11.4.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir fjórum þátttakendum á þematengdu ráðstefnuna Social Inclusion and Diversity. Ráðstefnan verður haldin í Wageningen, Hollandi, dagana 23.-25. júní nk.

Nathan-anderson-99010-unsplashRáðstefnan er þvert á skólastig og er
ætluð aðilum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og í starfsmenntun. Umsækjendur þurfa annaðhvort að hafa reynslu af Erasmus+ samstarfsverkefnum eða hafa áhuga á að taka þátt í slíku verkefni í framtíðinni.

Leitað er að þátttakendum frá öllum skólastigum, s.s. kennurum, leiðbeinendum eða stjórnendum sem vilja leita leiða til að takast á við félagslega aðlögun í skólastofunni, eða aðilum sem starfa með viðkvæmum eða jaðarsettum hópum. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir til að stofna til nýrra Erasmus+ verkefna sem tengd eru þema ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd, ef hún er fyrir hendi.

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Hollandi og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma (tvær nætur), fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90%) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Umsóknarfrestur er mánudagurinn 15. apríl nk. kl. 12:00.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU








Þetta vefsvæði byggir á Eplica