Þematengd ráðstefna í Nafplio, Grikklandi, 9.-12. júní 2019

11.4.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir tveimur þátttakendum á þematengdu ráðstefnuna Social inclusion revisited: Role modeling in Education. Ráðstefnan verður haldin í Nafplio, Grikklandi, dagana 9.-12. júní nk.

Rochelle-brown-681319-unsplashRáðstefnan er þvert á skólastig og er
ætluð aðilum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi og í starfsmenntun. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af Erasmus+ samstarfsverkefnum, annaðhvort í verkefnum sem nú eru í gangi eða er lokið, og er ætlast til þess að þeir miðli af reynslu sinni og aðferðum til annarra ráðstefnugesta.

„Samfélag án aðgreiningar“ (social inclusion) má segja að sé í brennideplinum hjá Erasmus+ um þessar mundir, en markmið þeirrar stefnu er að útrýma allskyns misrétti, hvort sem það byggir á kynferði, kynþætti, þjóðerni, fötlun, námsörðugleikum, fjárhag og þar fram eftir götunum. Í skólakerfinu getur slíkt misrétti m.a. leitt til brottfalls úr skóla og jaðarsetningar hópa. Á þessari ráðstefnu munu þátttakendur leitast við að skiptast á reynslu, skoðunum og aðferðum til að koma í veg fyrir slíka aðgreiningu.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda.

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Grikklandi og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma (þrjár nætur), fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90%) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Umsóknarfrestur er miðvikudagurinn 24. apríl nk. kl. 12:00.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU
Þetta vefsvæði byggir á Eplica