Tengslaráðstefna um svæðasamstarf í menntun

13.10.2015

Erasmus + Landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Ericeira, Portúgal 18. – 21. nóvember 2015. Heiti ráðstefnunnar er FLIC – From Local to International Cooperation.

Lögð er áhersla á svæðasamstarf þ.e. þátttöku menntaaðila í heimabyggð við stærri einingar og svæði upp í alþjóðlegt samstarf, þvert á öll svið menntunar til að auka möguleika á námi og þjálfun nemenda, kennara og annars starfsfólk.

Þátttakendur geta verið frá ólíkum sviðum menntunar, skólum, starfsmenntun, fullorðinsfræðslustöðvum, menntasamtökum, sveitastjórnum o.fl.

Á tengslaráðstefnuna koma aðilar frá öðrum Evrópulöndum og er tilgangur hennar að efla tengsl fólks frá mismunandi löndum  með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ menntaáætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2016. 

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan fyrirtækis.  Einnig upplýsingar um reynslu umsækjenda og verkefnishugmynd.  Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Íslenska Landskrifstofan veitir styrk fyrir ferðakostnaði (allt að 750 evrur). Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.  

Umsóknarfrestur er til 21. október 2015

Umsóknareyðublað

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica