Ráðstefnan hefur verið felld niður: Tengslaráðstefna um brotthvarf úr námi

12.11.2015

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Malaga á Spáni 13.-16. desember 2015. Heiti ráðstefnunnar er Tackling early school leaving .

Margar ástæður eru fyrir því að ungt fólk flosnar upp úr námi, persónuleg vandamál, fjölskylduaðstæður, námsörðugleikar, slæmar félagslegar aðstæður o.fl. Brotthvarf úr námi hefur síðan í framhaldinu áhrif á atvinnumöguleika, félagsstöðu og efnahag.

Þar sem engin ein ástæða er fyrir brotthvarfi úr námi eru engin algild svör. Það að skólarnir þrói með sér og setji upp nýstárlegar og hvetjandi aðferðir til að draga úr brotthvarfi eru því lykilatriði. Að draga úr brotthvarfi er jafnframt eitt af forgangsatriðum Erasmus+ áætlunarinnar.

Á tengslaráðstefnuna koma aðilar frá öðrum Evrópulöndum og er tilgangur hennar að efla tengsl fólks frá mismunandi  löndum með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ menntaáætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2016.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Íslenska Landskrifstofan veitir styrk fyrir ferðakostanaði (allt að 700 evrur). Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.

Vinsamlegast athugið að vinnumál tengslaráðstefnunnar er spænska!

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2015

Nánari upplýsingar um tengslaráðstefnuna (pdf 516 KB)

Umsóknareyðublað
Þetta vefsvæði byggir á Eplica