Tengslaráðstefna í Þýskalandi um stafræna hæfni í fullorðinsfræðslu, 1.-4. desember 2019

26.9.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Digital competences for staff in adult education, sem haldin verður í Köln, Þýskalandi, dagana 1.-4. des. nk.

Digitalisation-of-Africa-A-viable-solution-Africa

Tengslaráðstefnan er ætluð
starfsfólki í fullorðinsfræðslu, sérstaklega einstaklingum hjá fullorðinsfræðslumiðstöðvum, endurmenntunarstofnunum, fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum og öðrum félögum sem starfa við fullorðinsfræðslu. Á ráðstefnunni gefst þátttakendum tækifæri til þess að bæði deila reynslu sinni og kynna sér nýjar aðferðir í notkun stafrænna miðla í fullorðinsfræðslu.

Þátttakendur þurfa ekki að hafa tekið þátt í Erasmus+ verkefnum áður en þurfa þó að vera opnir fyrir því að stofna til nýrra samstarfsverkefna sem tengjast þema ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Þýskalandi og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í honum felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90% alls ferðakostnaðar) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda, ástæða þess að áhugi spratt á efni ráðstefnunnar og verkefnishugmynd, ef hún er fyrir hendi.

Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 8. október nk. kl. 13:00

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU
Þetta vefsvæði byggir á Eplica