Tengslaráðstefna í Lúxemborg um þróun alþjóðastefnu á sviði starfsmenntunar

26.9.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Contact seminar on developing strategic internationalisation and partnership in VET. Ráðstefnan verður haldin í Lúxemborg dagana 27.-29. nóv. nk.

Vocational-trainingTengslaráðstefnan er ætluð 
starfsfólki sem starfar á sviði starfsmenntunar, bæði reyndum verkefnastjórum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í Evrópu-verkefnum. Þátttakendum býðst að deila sinni reynslu af Evrópsku samstarfi og einnig að þróa nýjar verkefnahugmyndir.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Finnlandi og inniheldur gistinætur á rástefnutíma (þrjár nætur), fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í honum felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90% alls ferðakostnaðar) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 14. október nk. kl. 13:00

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU
Þetta vefsvæði byggir á Eplica