Tengslaráðstefna í Berlín, Þýskalandi, 27.-29. maí 2019

29.3.2019

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Europe on the move – key competences to create mobility projects in VET. Ráðstefnan verður haldin í Berlín, Þýskalandi, dagana 27.-29. maí nk.

Mynd-jpfTengslaráðstefnan er ætluð aðilum 
á sviði starfsmenntunar og er markmið hennar það að þátttakendur myndi tengsl, þrói og myndi hugmyndir að verkefnum á því sviði. Sérstök áhersla er lögð á að nýliðar eða aðrir sem eru óvanir Erasmus+ verkefnum séu velkomnir á ráðstefnuna.


Leitað er að þátttakendum frá starfsmenntaskólum, fyrirtækjum og stofnunum sem stefna að Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefnum (mobility projects) s.s. alþjóðafulltrúum, skólastjórnendum, kennurum eða aðilum sem sjá um þjálfun starfsnema hjá fyrirtækjum. Sérstaklega skal tekið fram að þó svo vel sé tekið á móti tilbúnum verkefnahugmyndum þá er ekki nauðsynlegt að þær séu fyrir hendi.

Í Erasmus+ áætluninni er lögð rík áhersla á aðgengi allra og vakin athygli á tækifærum og viðbótarstyrkjum sem eru í boði til þess að veita einstaklingum með fötlun eða sérstakar þarfir tækifæri til þátttöku.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Drög að dagskrá (á ensku)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd, ef hún er fyrir hendi. Rík áhersla er lögð á myndun Erasmus+ verkefna og að þátttakendur fari sem fulltrúar sinna skóla/stofnana/samtaka og séu opnir fyrir að taka þátt í slíkri vinnu.

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Þýskalandi og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma (tvær nætur), fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90%) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.

Umsóknarfrestur er föstudagurinn 5. apríl nk. kl. 12:00.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU
Þetta vefsvæði byggir á Eplica