Tengslaráðstefna í Amsterdam, Hollandi

29.4.2016

Tengslaráðstefna undir yfirskriftinni Migrants in education: „Solutions for professionals in education dealing with challenges coming from migrant situation“ verður haldin í Amsterdam í Hollandi, dagana 15. – 17. júní nk. Áherslan er á hlutverk kennarans í því að mæta þörfum innflytjenda og markhópurinn er fyrir öll stig menntunar, skóla, starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu. Tvö sæti laus!
Nánari upplýsingar um ráðstefnu (pdf)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.
Umsóknarfrestur er til 3. maí 2016

Umsóknareyðublað
Þetta vefsvæði byggir á Eplica