Tengslaráðstefna fyrir skóla­stjórn­endur í Köln, Þýskalandi

29.4.2016

  • Framhaldskólakennari í kennslustofu

Tengsla­ráðstefna undir yfir­skriftinni Towards high quality in KA1 mobility projects for school education staff – a dialogue between National Agencies, Course providers and Schools verður haldin í Köln í Þýskalandi, dagana 16. – 17. júní nk. Áherslan er á samtal milli Erasmus+ land­skrifstofa, skipu­leggjenda námskeiða og skóla. Mark­hópurinn er skóla­stjórnendur með reynslu af þátttöku í Erasmus+ eða Comeníusar verkefnum. Tvö sæti laus! Nánari upplýsingar um ráðstefnu (pdf)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.Umsóknarfrestur er til 3. maí 2016

Umsóknareyðublað
Þetta vefsvæði byggir á Eplica