Erasmus+ tengslaráðstefnur haustið 2017

18.5.2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þrjár tengslaráðstefnur á sviði skóla og starfsmenntunar.

Tengslaráðstefna í Hollandi

„Validation“ of International Competences verður haldin í Zandvoort aan Zee í Hollandi, dagana 12.-14. október nk. Markhópur ráðstefnunnar eru kennarar starfsmenntaskóla og skóla með nemendur á aldrinum 12-18 ára. Markmiðið er að mynda tengsl við samstarfsaðila fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni tengt þema ráðstefnu.  

Nánari upplýsingar (pdf.skjal)

Tengslaráðstefna í Belgíu

„Strategic Partnerships on Work Based Learning in initial and continuous vocational education and training“. Ráðstefnan er haldin í Leuven í Belgíu, dagana 16.-19. október nk. Hér er markhópurinn starfsmenntaskólar og aðrir aðilar starfsmenntageirans. Á ráðstefnunni verður farið yfir árangur og niðurstöður verkefna á sviði Work Based Learning, jafnframt lögð áhersla á myndun nýrra Erasmus+ verkefna til frekari árangurs fyrir starfsmenntakerfi Evrópu.

Nánari upplýsingar (pdf.skjal)

Tengslaráðstefna í Þýskalandi

„Teaching of European values as a key against radicalization in school“ verður haldin í Hannover í Þýskalandi, dagana 19.-22. október nk. Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum og kennurum grunnskóla (með nemendur á aldrinum 6-16 ára). Þátttakendur fá tækifæri til að vinna með og þróa Erasmus+ samstarfsverkefni byggð á evrópskum gildum til varnar gegn róttækni, ofbeldi og öfgum í skólastarfi.

Nánari upplýsingar (pdf.skjal)


Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 12. júní næstkomandi

Sækja um þátttöku
Þetta vefsvæði byggir á Eplica