Erasmus+ tengslaráðstefna um tölvufærni í námi og þjálfun

12.4.2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Tallinn, Eistlandi, 17.-20. september 2017.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Enhancing Digital Competences in Education and Training“ eða hvernig  auka megi tölvufærni í námi og þjálfun.

Markhópur ráðstefnunnar eru kennarar skóla, starfsmenntastofnana, fullorðinsfræðslu og háskóla. Markmiðið er að umsækjendur séu tilbúnir að mynda tengsl og stofna til Erasmus+ samstarfsverkefna (KA2) um efni ráðstefnu.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla en þrjú sæti eru til úthlutunar.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur þrjár gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Nánari upplýsingar um markmið og efni ráðstefnu (pdf).

Umsóknarfrestur er 3. maí næstkomandi.

Sækja um þátttöku

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica