Erasmus+ tengslaráðstefna í Tékklandi 11.-14. október 2017

10.8.2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Cooperation in the Field of Health and Social Care Education. Ráðstefnan verður haldin í Prag, Tékklandi, dagana 11. – 14. október nk.

Tengslaráðstefnan er ætluð aðilum frá starfsmenntaskólum og stofnunum sem vinna að menntun og þjálfun starfsmanna heilbrigðisgreina. Markmiðið er að mynda tengsl við samstarfsaðila verkefna í flokknum Nám og þjálfun (KA1).

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Nánari upplýsingar og dagskrá

Umsóknarfrestur er 17. ágúst næstkomandi

Sækja um þátttöku
Þetta vefsvæði byggir á Eplica