Ráðstefna á háskólastigi í Þýskalandi 28.-29. nóvember 2017

1.9.2017

Erasmus+ auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu á háskólastigi.

Ráðstefnan Recognition of credit mobility in higher education“ verður haldin í Leipzig University í Þýskalandi, dagana 28.-29. nóvember nk.

Á ráðstefnunni verður áherslan á verklag sem þykir til fyrirmyndar „best practices“ varðandi viðurkenningu á náms- og þjálfunardvöl stúdenta og starfsmanna erlendis sem og hvernig verklag hefur þróast við viðurkenningu á hefðbundnu skiptinámi stúdenta. Einnig verður farið í orðalag hæfniviðmiða með tilliti til alþjóðlegs samstarfs. 

Sjá nánar „Themes and goals of the event“

This activity focuses on an exchange of knowledge/experience and development of best practices on concrete issues concerning recognition of student mobility, traineeships (voluntary and compulsory) and staff mobility. Another important key element of the activity is the wording of Learning Outcomes in an international perspective.

Topics for Keynotes and/or Workshops:

  1. 30 years Erasmus mobility in Higher Education vs. 20 years Lisbon recognition convention – how have the two been getting along
  2. Recognition of student credit mobility
  3. Recognition of traineeships (compulsory vs voluntary): models and solutions
  4. Recognition of staff mobility: models and solutions

Dagskrá (pdf.skjal)

Í umsókn þarf að gefa stutta lýsingu á háskólanum, reynslu umsækjanda af alþjóðlegu samstarfi og hvers sé vænst með þátttöku á þessari ráðstefnu. Síðasta spurningin umsóknar um lýsingu á verkefni eða verkefnishugmynd er opin en þarf ekki að svara þar sem um þematíska ráðstefnu er að ræða.  

Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 20. september næstkomandi

Sækja um þátttöku
Þetta vefsvæði byggir á Eplica