Sumarnám 2020

Hvað langar þig að læra í sumar? Spennandi námskostir á framhalds- og háskólastigi ... finndu þína leið

Stjórnvöld styðja við sumarnám menntastofnana til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks.

Shutterstock_162685292_grNámsframboð háskóla í sumar 

Háskólinn á Akureyri

Að beiðni stjórnvalda og eftir fund með starfsfólki háskólans lagði Háskólinn á Akureyri fram tillögur að mögulegu sumarnámi sem væri ætlað til að styðja við nemendur og aðra þá sem vilja uppfæra þekkingu sína nú í sumar. Grunntillögurnar voru samþykktar af stjórnvöldum og fékk Háskólinn á Akureyri 50 milljóna styrk til þess að reka sumarnám 2020.

Allt sumarnámið verður rekið í gegnum Símenntun Háskólans á Akureyri sem hefur nú þegar opnað fyrir skráningar og birt lista yfir þau fjölbreyttu námskeið sem í boði verða í sumar. Námskeiðin eru fjölbreytt og af ýmsum toga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tilvonandi háskólanemar geta undirbúið sig fyrir komandi háskólanám en í boði eru undirbúningsnámskeið í forritun, stærðfræði, efnafræði og fræðilegri ritun. Þá eru fjöldi námskeiða einingabær og geta stúdentar því eflt þekkingu sína og færni. Þá bjóðast auk þess fjölda námskeiða sem ætluð eru til þess að styrkja stöðu einstaklinga í atvinnulífinu. Námskeiðsgjald er kr. 3000.- en nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða fyrir námskeiðið. Innan einstakra námskeiða þarf að borga fyrir efniskostnað og vettvangsferðir.

Sjá sumarnám við Háskólann á Akureyri

Myndband um sumarnám við Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Bifröst

Menntamálaráðherra hefur nú kallað sérstaklega eftir því við háskóla landsins að nemendum verði gefinn kostur á námi í sumar vegna fyrirséðra erfiðleika í atvinnulífinu. Háskólinn á Bifröst er í einstakri aðstöðu til að koma til móts við þessar óskir með auknu framboði á námskeiðum á sumarönn og opnar jafnframt skólann öðrum en núverandi nemendum skólans. Þannig er nú hægt að innritast formlega í grunnám, meistaranám eða Háskólagátt strax á sumarönn og hraða þannig námsframvindu eins og við getur átt.

SJÁ SUMARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á BIFRÖST

Háskólinn á Hólum

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði.

Sjá sumarnám við Háskólann á Hólum

Myndband um sumarnám 2020

Háskólinn í Reykjavík 

Háskólinn í Reykjavík býður úrval námskeiða í sumar. Námskeiðin eru fyrir háskólanema, fyrir einstaklinga sem eru að hefja háskólanám í haust og einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hluti námskeiðanna veitir ECTS einingar.

Opni háskólinn býður jafnframt upp á úrval sumarnámskeiða

Um sumarnám í Háskólanum í Reykjavík

Háskóli Íslands 

Háskóli Íslands bregst við einstökum aðstæðum í samfélaginu í kjölfar kórónaveirufaraldursins og býður upp á sumarnám á öllum fræðasviðum skólans og við samstarfsstofnanir.

Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir núverandi nemendur í grunn- og framhaldsnámi, nýnema sem hyggjast hefja nám háskólaárið 2020-2021, aðra nema sem ætla að stunda nám yfir sumarið og fyrir almenning.

Sjá sumarnám við Hí

Myndband um sumarnám 2020

Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands mun bjóða uppá námskeiðspakka í sumar og eru þar skyldufög á einhverjum brautum BS náms sem hægt að nýta sem valfög í öllu grunnnámi og einhverjum tilfellum til framhaldsnáms einnig. Að auki verður valkúrs í boði á starfsmenntanámsstigi. Nemendur sem eru þegar innritaðir í nám á vorönn 2020 greiða ekki skráningargjald vegna sumarnámskeiða. Námskeiðin okkar standa öllum nemendum hinna opinberu háskólanna til boða í gegnum gestanámssamning skólanna án kostnaðar. Námskeiðin eru einnig í boði fyrir áhugasaman almenning í gegnum Endurmenntun LbhÍ.

SJÁ SUMARNÁM VIÐ LBHI

Listaháskóli Íslands

Sumarið 2020 býður Listaháskóli Íslands upp á fjölbreytt og áhugaverð sumarnámskeið í öllum deildum með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Námskeiðin eru annars vegar á háskólastigi opin öllum þeim sem hafa lokið stúdentsprófi. Hins vegar er hægt að taka undirbúningsnámskeið fyrir ákveðnar listgreinar. Skráningargjald fyrir hvert námskeið er 3.000. krónur og greiðist við innritun. Ef lágmarks þátttaka í námskeið næst ekki, áskilur Listaháskólinn sér rétt til að fella námskeið niður.

Sjá sumarnám við LHÍ 

Myndband um sumarnam 2020 

Námsframboð framhaldsskóla í sumar

Borgarholtsskóli

Borgarholtsskóli tekur þátt í átaki stjórnvalda um sumarnám. Í boði verða níu áfangar á eftirfarandi sviðum: Málm- og véltæknisviði, félagsvirkni- og uppeldissviði og listnámssviði. Áfangarnir eru hluti af námi á ofangreindum sviðum en geta e.t.v. nýst nemendum á öðrum sviðum og í öðrum framhaldsskólum. Væntanlegum nemendum er bent á að leita til náms- og starfsráðgjafa í sínum skóla til að fá staðfestingu á því að námið sé metið inn á námsbraut viðkomandi.

Sjá um sumarnám í Borgarholtsskóla

Fisktækniskóli Íslands

Fisktækniskólinn og Hús Sjávarklasans hafa unnið að gerð námsframboðs á framhaldsskólastigi á sviði haftengdrar nýsköpunar undir nafni „Sjávarakademían“. Brautin samsvarar alls einni önn (30 einingum) og getur verið metin til eininga og sem hluti af námsbraut í Fisktækni. Brautin er skipulögð sem hagnýtt nám fyrir þá sem vilja kynna sér rekstur og stofna fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum bláa hagkerfisins. Lögð er megin áhersla á kynningu á fjölbreytni afurða sjávar, vöruþróun, rekstur og markaðssetningu. Auk kynninga og fyrirlestra verður megin áhersla lögð á hagnýt verkefni. 

Í sumar verður boðið upp á þrjá áfanga (11 einingar). Áfangarnir mynda einskonar inngang og kynningu á nýsköpun innan bláu auðlindarinnar. Áhersla er á kynningu á hinum ýmsu tegundum hráefnis og þjónustu, vöruþróun, gæðastöðlum og nýjum vinnslumöguleikum. Þá verður einnig lögð áhersla á sjálfbærni og kynningu á starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, sem hafa haslað sér völl síðustu árin - og mörg hver eru staðsett í Húsi Sjávarklasans á Grandagarði. 

Sumarnám Fisktækniskóla Íslands

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Þrenns konar nám er í boði:

  • Forritun í Arduino. Framhaldsskólaáfangi í Arduino forritun FORR2AR01, verður kenndur ef næg þátttaka næst. Efnisgjald er kr. 3.000.
  • Áfangi í Fab Lab. Framhaldsskólaáfangi í Fab Lab NÝSK2IN01, verður kenndur ef næg þátttaka næst. Efnisgjald er kr. 3.000.
  • Kvikmyndasmiðja. Kenndir verða tveir áfangar í kvikmyndagerð: KVMG1HA05 og KVMG1KG05.

UM SUMARNÁM Í FRAMHALDSSKÓLA NORÐURLANDS VESTRA

Myndband um Sumarnám 2020

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Vefur Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á 10 áfanga í staðbundnu námi í sumar, sem er hluti af menntaúrræði stjórnvalda vegna Covid-19. Allir áfangarnir eru einingabærir.
Hægt er að sjá áfangalýsingar með því að smella á áfangaheiti.
Innritunargjald í alla áfanga er 3.000 krónur sem eru endurgreiddar þegar nemandi hefur lokið náminu með lágmarkseinkunn 5.

Um sumarnám Fjölbrautaskólans við Ármúla

Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu 

Boðið er upp á sex einingabær og áhugaverð námskeið í stað- og fjarnámi. Framsækin, áhugaverð og hagnýt námskeið í frjóu umhverfi.

Sjá um sumarnám í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu 

Menntaskólinn á Ásbrú/Keilir

Nemendur í framhaldsskólum, nýútskrifaðir nemendur úr grunnskólum eða aðrir einstaklingar sem vilja efla færni sína í hugverkaiðnaði eða kynnast vettvanginum stendur til boða að taka grunnáfanga í tölvuleikjagerð sumarið 2020.

Námið fer að öllu leyti fram í fjarnámi og er því í boði fyrir einstaklinga hvaðan sem er af landinu. Um er að ræða skapandi tækninám byggt á sérþekkingu og sérhæfingu kennara við Menntaskólann á Ásbrú sem á í öflugu samstarfi við fyrirtæki í hugverkaiðnaði á Íslandi. Nemendur vinna með grunnhugmyndir leikjagerðar og leikhönnun.

Áhersla er lögð á að nemendur þekki ferla í gerð tölvuleikja, þjálfi leikni og færni í hugmyndavinnu og frásagnalist. Unnið er með forritið Unity og þar munu nemendur vinna frumgerð að leik í áfanganum. Sérstök áhersla er á að nemendur þjálfist í listrænni vinnu við söguþráð og persónusköpun, leikjafræðilegri útfærslu gagnvirkra þátta, nýtingu hvataþátta (gamification) og þeim hughrifum sem reynt er að efla við spilun.

Um sumarnám í Menntaskólanum á Ásbrú

Myndband um sumarnáms Menntaskólans á Ásbrú

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík býður upp á námskeið til að styrkja grunn í algebru. Námið verður að mestu leyti fjarnám og fer fram dagana 4. - 14.ágúst. Nemendur hafa aðgang að upptökum með útskýringum ásamt sýnidæmum. Námið felst í að reikna nokkurn fjölda dæma á hverjum degi.

Tveir reynslumiklir stærðfræðikennarar sjá um kennsluna og verða virkir á fjarkennslukerfi meðan á námskeiðinu stendur. Nemendur fá því hér gott tækifæri til að bæta algebruþekkingu sína og styrkja þar með til muna möguleika sína á árangursríku námi í framhaldsskóla. Innritunargjald er 3.000 krónur sem eru endurgreiddar þegar nemandi hefur staðist námskeiðið.

Vefur Menntaskólans í Reykjavík

Myndband um sumarnám Menntaskólans í Reykjavík

Menntaskóli í tónlist

Boðið verður upp á fjölbreytt sumarnámskeið við MÍT í sumar, með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en námskeiðin eru liður í átaki stjórnvalda að bjóða nemendum upp á námsúrræði í þessu óvenjulega árferði.

Námskeiðin eru:

  • Tónfræði til miðprófs
    Kammertónlist og sviðsþjálfun
    Lagasmíðar
    Handslagverk fyrir alla: Latinslagverk, með áherslu á kúbanska og brasilíska tónlist

Um Sumarnám í Menntaskólanum í tónlist

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Í sumar mun Klassíski listdansskólinn bjóða upp á sumarnám þar sem nemendur geta tekið áfanga á listdansbraut. Klassíski listdansskólinn er einn af þremur samstarfsskólum MH sem kennir áfanga á listdansbraut. Á listdansbraut skólans stunda rúmlega 30 nemendur nám í klassískum listdansi eða nútíma dansi. Sumarnámið er liður í átaki menntamálayfirvalda að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám í sumar og eru án atvinnu.

UM SUMARNÁM Í MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ

Menntaskólinn við Sund

Sumarnám Menntaskólans við Sund

Myndlistaskólinn í Reykjavík 

Í sumar býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hvert námskeið er 10 einingar á framhaldsskólastigi. Skráningargjald er 3.000.- krónur og greiðist við innritun.

Námskeiðin henta vel fyrir nemendur úr framhaldsskólum, nýútskrifaða nemendur úr grunnskólum eða einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang. Góður undirbúningur fyrir frekara nám í listum, handverki og hönnun.

Um sumarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík

Myndband um sumarnám 2020

Tækniskólinn

Tækni­skólinn býður upp á fjöl­breytt sum­arnám nú í júní 2020. Flestir áfang­arnir eru ein­inga­bærir, sem þýðir að þeir eru metnir sem slíkir á fram­halds­skóla­stigi. Nýttu sumarið til að styrkja þig í námi og kynntu þér vand­lega allt sem er í boði.

Um sumarnám við Tækniskólann

Verzlunarskóli Íslands

Verzlunarskólinn tekur þátt í átaki stjórnvalda um sumarnám fyrir framhaldsskóla. Í boði verða 3 áfangar sem kenndir verða frá 8 júní -3. júlí. Nýttu sumarið til að styrkja þig í námi og kynntu þér það sem er í boði.

Áfangarnir tengjast nýsköpun, sjálfbærni og listum. áfangarnir eru einingabærir, sem þýðir að þeir eru metnir sem slíkir á framhaldsskólastigi. 

Um sumarnám í Verzlunarskóla Íslands

Myndband um sumarnám í Verzlunarskóla Íslands

Þetta vefsvæði byggir á Eplica