Rannís (Europass og Euroguidance) hélt námskeið um möguleika ungs fólks erlendis fimmtudaginn 22. maí 2014
Markmið námskeiðsins var að upplýsa náms- og starfsráðgjafa – og aðra sem kynnu að hafa áhuga – um möguleika fyrir ungt fólk sem langar að kanna heiminn. Meðal annars var boðið upp á fyrirlestra um atvinnuleit erlendis, um ferilskrá Europass, Upplýsingastofu um nám erlendis og þau atriði sem hafa þarf í huga þegar flutt er til Norðurlanda.
Valdís Ösp Árnadóttir frá Halló Norðurlöndum: Út vil ek – góð ráð við flutning til hinna Norðurlandanna |
Hjördís Jónsdóttir frá SÍNE: Hvað er gott að hafa í huga, þegar sótt er um nám erlendis |
Sigríður Ásgeirsdóttir frá Rannís: Kynning á upplýsingastofu um nám erlendis og nýjum upplýsingavef um nám erlendis (samstarfsverkefni Rannís og SINE) |
Margrét Sverrisdóttir frá Rannís-Europass: Kynning á Europass ferilskránni |
Að fara að heiman... að mörgu er að hyggja. Jónína Ólafsdóttir Kárdal, náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands. |
Gyða Sigfinnsdóttir frá EURES: Atvinnuleit í Evrópu |