Út er komið rit sem aðgengilegt er í rafrænu formi (pdf) sem inniheldur samantekt á því sem hinar ýmsu Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar fengust við á síðasta ári.
Í ritinu Euroguidance Network - Highlights of the Work in 2016 er greint frá ráðstefnum og fundum, útgefnum ritum og rannsóknum, gagnlegum verkfærum sem nýtast náms- og starfsráðgjöfum og samvinnuverkefnum yfir landamæri, námskeiðum og samstarfi starfsfólks miðstöðvanna, svo nokkur dæmi séu tekin. Aðeins voru tekin örfá dæmi frá hverju landi þannig að þetta er ekki tæmandi upptalning á þeirri víðfeðmu starfsemi sem þar á sér stað.
Annar ritstjóranna er Dóra Stefánsdóttir, starfsmaður Evrópumiðsöðvar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi.