Ný gæðastefna samþykkt einróma á Landsþingi LÍS

29.3.2018

Þann 23. mars 2018 lagði framkvæmdastjórn LÍS fram stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi á Landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Í stefnunni er lögð áhersla á að aflað sé upplýsinga um samsetningu háskólanema á Íslandi og erlendis, þar sem félagslegi þátturinn sé í fyrirrúmi. 

Mikilvægi jafns aðgengis að menntun er undirstrikað, sem og bætt fjármögnun, virkari þátttaka stúdenta og þróaðri kennsluhættir. Þessi áhersla á jafnan rétt til náms endurspeglar yfirskrift Landsþingsins, sem hljóðar svo: Jafnrétti til náms – hvað er jafnt aðgengi að námi og hvernig tryggjum við það?

Stefnan var samþykkt einróma, og eiga íslenskir stúdentar þar með í fyrsta sinn sameiginlega stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica