Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta – eða hvað?

28.9.2018

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli? Laugardaginn 13. október fer fram ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni.

Á ráðstefnunni munu erlendir sérfræðingar miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi og vinna með þátttakendum að því að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og fleira.

Ráðstefnan er haldin af Landssamtökum íslenskra stúdenta og BORE II verkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem styrkt er af Erasmus+ og stýrt frá Rannís. Hún er öllum opin en beðið er um skráningu á vefsíðu LÍS.  

Lis-bore-2018
Þetta vefsvæði byggir á Eplica