Hágæði í háskólum

23.10.2018

Stúdentar, stjórnendur og aðrir hagaðilar ræddu um brýnustu hagsmunamál stúdenta á vel heppnaðri ráðstefnu á vegum BORE II.  

Þann 13. október sl. fór fram ráðstefnan „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ í Háskólanum í Reykjavík. Þessi viðburður var skipulagður af LÍS í samstarfi við RANNÍS og mennta- og menningarmálaráðuneytið innan ramma verkefnisins BORE II í þeim tilgangi að ræða gæðamál og önnur hagsmunamál stúdenta á breiðum vettvangi þeirra sem málin varða: stúdenta, stjórnenda, starfsfólks og ýmissa hagaðila. 

Á ráðstefnunni voru kynntar tvær afurðir BORE II verkefnisins: annars vegar „Leiðarvísir fyrir stúdenta um gæðastarf háskólanna“ og hins vegar nýtt hlaðvarp: „Stúdentaspjallið“. Fyrsti þátturinn, „Hvað eru eiginlega gæði náms?“ er þegar kominn í loftið og eru öll hvött til að hlusta. 

Nánari upplýsingar þessa vel heppnuðu ráðstefnu má finna á vef LÍS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica