Fyrsta stefna Landssamtaka stúdenta lítur dagsins ljós

25.3.2016

Alþjóðavæðing er lykilþáttur í þróun íslensks háskólastarfs.

Á alþjóðadegi háskólanna sem var haldinn í þriðja sinn í Háskólanum í Reykjavík þann 18 mars síðastliðinn, afhenti Nanna Elísa Jakobsdóttir, formaður Landssamtaka Stúdenta (LÍS), Ástu Magnúsdóttur, ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fyrstu stefnu samtakanna frá stofnun þeirra 2013.  Stefnan snýr að áherslum og baráttumálum stúdenta þegar kemur að alþjóðavæðingu íslenska háskólastarfs.  Í fréttatilkynningu sem LÍS sendi út af tilefninu segir m.a. 

"Alþjóðavæðing er drifkraftur frjáls flæðis þekkingar í heiminum. Hana má finna alls staðar í íslenska háskólakerfinu, sama hvort um ræðir; námsefni, kennsluhætti, aðferðafræði, hugmyndir eða orðræðu. Alþjóðavæðing miðar að því að færa þekkingu, gagnrýna hugsun og skilning námsmanna á hærra stig, bæði hvað varðar hæfni þeirra sem fræðimanna og persónulega stöðu þeirra innan alþjóðasamfélagsins. Því einangraðra sem menntakerfi er frá umheiminum því verr standa námsmenn í tungumálum, menningarlæsi, og skilningi á hugsunarhætti og hugmyndum fólks með ólíkan bakgrunn."

Fréttatilkynninguna í heild má finna hér:  Stefna LÍS um alþjóðavæðingu háskólastarfs

Mynd_afhendingstefnuFrá vinstri: Nanna Elísa Jakobsdóttir, formaður LÍS og Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri i mennta- og menningarmálaráðuneytinu

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica