Alþjóðamál háskóla rædd í Helsinki

6.11.2018

Í lok október tóku fulltrúar frá stúdentum, menntamálaráðuneyti, Rannís og Háskóla Íslands þátt í vel heppnaðri námsferð til Finnlands 
EDUFIAlþjóðavæðing háskóla er eitt af tveimur meginþemum BORE II verkefnisins, og til að kynna sér aðferðir í þessum málaflokki í Finnlandi hélt íslenskur hópur til Helsinki þann 28. október. Dagskráin var þéttskipuð og fundað var með UNIFI , University of Helsinki , Aalto University , SYL , SAMOK og EDUFI. Ljóst er að löndin tvö eiga margt sameiginlegt þegar kemur að alþjóðamálum í háskóla. Bæði hafa þau öðlast miklar vinsældir sem áfangastaður fyrir erlenda skiptinema sem vilja dvelja í framandi en nútímalegu landi þar sem boðið er upp á námskeið á ensku. Finnum hefur gengið betur að halda jafnvægi í skiptunum, þ.e. að senda jafn marga út og koma inn, og gæti þar skipt máli sá aukalegi fjárstuðningur sem stofnanir og yfirvöld þar í landi veita. Frekari niðurstöður má finna á BORE II-síðu um alþjóðavæðinguÞetta vefsvæði byggir á Eplica