Skýrslur og útgáfur

AÐKOMA STÚDENTA AÐ GÆÐAMÁLUM HÁSKÓLA

Tvær afurðir verkefnisins voru kynntar á ráðstefnunni „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ þann 13. október 2018, sem báðar eiga að stuðla að virkri þátttöku stúdenta í gæðamálum háskóla. 

STAÐA ÍSLENSKRA HÁSKÓLANEMA

Maskína tók saman sérstaka skýrslu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið með heildarniðurstöðum Eurostudent VI sem snúa að Íslandi. Hún var gefin út í apríl 2018. 

INNLIT Í FLÆÐI ÍSLENSKRA HÁSKÓLANEMA

Skýrsla þessi var unnin af Maskínu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Rannís og gefin út í apríl 2018. Hún byggir á gögnum sem var aflað vegna Eurostudent VI könnunarinnar en tekur sérstaklega fyrir alþjóðlegt flæði og hreyfanleika íslenskra háskólanema. Skýrslan var unnin sem hluti af verkefninu BORE II. 

EUROSTUDENT VI

EUROSTUDENT VI var gefin út í mars 2018. Þessi evrópska samanburðarkönnun nær til 320.000 háskólanema, þar á meðal 2.000 nema á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að íslenskir háskólanemar hafa mikið að gera í námi og starfi en kunna að meta gæði námsins í ríkari mæli en aðrir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica