Gæði og háskólastarf

Hér birtast frásagnir af gæðastarfi sem farið hefur fram innan ramma BORE II verkefnisins

Frásögn af ISSOTL ráðstefnu um kennsluþróun 2018

Guðrún Geirsdóttir

Samtökin ISSOTL (International Society for the Scholarship of Teaching and Learning) halda árlega ráðstefnu um kennsluþróun á háskólastigi. Í ár var ráðstefnan haldin í Bergen dagana 24. – 27. október undir heitinu Towards a Learning Culture. Ráðstefnuna sóttu yfir 600 manns víðs vegar að úr heiminum. Rástefnustaðurinn Bergen varð fyrir valinu vegna eftirtektarverðs frumkvöðlastarfs á vegum bioCEED sem er eitt af átta öndvegissetrum um háskólakennslu sem styrkt eru af norskum menntamálayfirvöldum. Það verkefni var kynnt undir hatti „norsku leiðarinnar“ við setningu ráðstefnunnar og vísað í öflugan stuðning norskra stjórnvalda við kennsluþróun á háskólastigi en einnig nýleg lög sem gera háskólum skylt að koma á kerfisbundnum leiðum til að meta gæði kennslu í starfsmati kennara. Á ráðstefnunni reka saman nefin heimsþekktir kennsluspekingar, háskólakennslustjórar og – þróarar og háskólakennarar sem hafa unnið að þróunar- og rannsóknaverkefnum í eigin kennslu. 

VidnokkrarVið fulltrúar Íslands vorum átta: Ásta Bryndís Schram (kennsluþróunarstjóri við HÍ); Abigail Grover Snook (doktorsnemi við HÍ); Daði Már Kristófersson (fræðasviðsforseti FVS HÍ), Edda Rut H. Waage (lektor við land- og ferðamálafræði HÍ), Guðrún Geirsdóttir (dósent á MVS HÍ og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HI), Margrét Sigrún Sigurðardóttir (lektor í viðskiptafræðideild HÍ og formaður Kennslunefndar FVS) og Sigríður Geirsdóttir (verkefnastjóri LHÍ). Á myndinni má sjá íslenska hópinn fyrir utan þau Margréti Sigrúnu og Daða Má. 

Samtökin ISSOTL byggja mikið til að hugmyndum Boyers sem árið 1990 gaf út bókina Scholarship Reconcidered : Priorites of the Professoriate . Þar setti hann fram hugmyndir um Scholarship of Teaching and Learning (SoTL) sem við hér heima höfum kallað fræðimennsku náms og kennslu. Sú hugmyndafræði (sem einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar kallaði félagslega hreyfingu) er borin uppi af þeim sem vilja veg gæðakennslu sem mestan og telja að kennslu þurfi að nálgast á sama hátt og rannsóknir þ.e. af gagnrýnni og leitandi hugsun, með því að leita svara við vanda með gagnaöflun byggða á því sem vitað er nú þegar og að miðla niðurstöðum rannsókna svo aðir geti lært af. 

Á ráðstefnunni í ár var margt áhugavert að finna. Auk opnunarfyrirlesturs fluttu aðalerindi þau Elizabeth Minnich (bandarískur heimspekingur og menntunarfræðingur), Renuka Vithal (fyrrum aðstoðarrektor kennslu og þróunar við KwaZulu Natal háskólann í S- Afríku) og Torgny Roxå (kennslusérfræðingur við Háskólann í Lundi). Í erindum, vinnustofum og á veggspjöldum var fjallað um allt milli himis og jarðar á sviði náms- og kennsluþróunar en ekki síst var sjónum beint að því hvernig háskólastofnanir geta innleitt og hlúð að fræðimennsku náms og kennslu í matskerfum sínum, inniviðum, stefnumótun og stofnanalegum stuðningi. Þema ráðstefnunnar – í átt að menningu sem lærir – var vel sýnilegt í framlögum og samtölum.

Formleg kennsluþróun á háskólastigi hérlendis er frekar nýleg iðja og fyrir okkur sem sinnum störfum á því sviði skiptir miklu að geta sótt ráðstefnur af þessu tagi til að kynna okkar verkefni, læra af öðrum og skapa okkur tengslanet. Það var sérlega gaman sækja ráðstefnuna sem hópur – og samstarfsmöguleikar og næstu verkefni voru mikið rædd yfir kvöldmat og á flugi heim á leið á ný. Það er í lokin vert að benda á að til er evrópskur undirhópur sem einnig heldur ráðstefnur árlega undir heitinu EuroSoTl og eru þær ráðstefnur smærri í sniðum. Næsta EuroSoTL ráðstefna verður haldin í Baskalandi á Spáni dagana 13. og 14. júní

„Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“

Þann 13. október sl. fór fram hágæðaráðstefna í Háskólanum í Reykjavík. Þessi viðburður var skipulagður af LÍS í samstarfi við RANNÍS og mennta- og menningarmálaráðuneytið innan ramma verkefnisins BORE II í þeim tilgangi að ræða gæðamál og önnur hagsmunamál stúdenta á breiðum vettvangi þeirra sem málin varða: stúdenta, stjórnenda, starfsfólks og ýmissa hagaðila. Á ráðstefnunni voru kynntar tvær afurðir BORE II verkefnisins: annars vegar „ Leiðarvísir fyrir stúdenta um gæðastarf háskólanna “ og hins vegar nýtt hlaðvarp: „Stúdentaspjallið“. Fyrsti þátturinn, „ Hvað eru eiginlega gæði náms? “ er þegar kominn í loftið og eru öll hvött til að hlusta. 

Nánari upplýsingar þessa vel heppnuðu ráðstefnu má finna á vef LÍS .

Að meta góða kennslu

Umræða um gæði kennslu í október 2017

Dagana 9. – 13. október 2017 var Denise Chalmers, prófessor við Western Australia University, gestur kennslusviðs Háskóla Íslands, en Kennslumiðstöð Háskóla Íslands stóð fyrir komu hennar. Chalmers hélt erindi um ástralskan gæðaramma í kennslu fyrir háskólafólk í landinu, hitti stjórnendur Háskóla Íslands, fulltrúa fræðasviða í kennslumálum í Háskóla Íslands og kennsluþróunarfólk af landinu öllu á fundum er tengdust gæðaviðmiðum í kennslu og kennsluþróun almennt. Að auki var Denise Chalmers aðalfyrirlesari á kennsluþróunarráðstefnu Háskóla Íslands 13. okt. 2017 og hélt erindi undir yfirskriftinni Hvers vegna við þurfum viðmið um gæði kennslu? Ráðstefnan var öllum opin og þátttakendur voru frá öllum háskólum í landinu.

God-kennsla

Denise Chalmers ræðir um gæði kennslu í Háskóla Íslands

Nánari upplýsingar um heimsókn Denise:
Þetta vefsvæði byggir á Eplica