Alþjóðavæðing

Námsheimsókn til Finnlands 

Iceland_visitBORE II verkefninu er ætlað að styðja við aukna alþjóðavæðingu háskólakerfisins á Íslandi. Styrkur var veittur til námsheimsóknar til Finnlands dagana 29.-30. október 2018 í þeim tilgangi að kynna sér hvað er gert þar í landi til að efla stúdenta- og kennaraskipti. Á efri myndinni má sjá íslenska hópinn með þeim Leena Wahlfors, Anna Humalamäki, Marko Niemi og Elina Ajalin hjá UNIFI . Á neðri myndinni er hópurinn staddur hjá stúdentasamtökunum SYL og SAMOK .  Í meðfylgjandi skjali má sjá skýrsluna frá þessari ferð, sem var afskaplega fræðandi og veitir innblástur fyrir eflingu alþjóðavæðingar hér heima. 

Stud_1541500362368

Gagnagrunnar sem veita upplýsingar um starfshæfi, nám og atvinnutækifæri

Eitt af hlutverkum BORE er að safna saman upplýsingum um starfshæfi, gæði náms og atvinnutækifæri eftir útskrift

Hér er gefið yfirlit yfir þau Evrópuverkefni sem stuðla að bættu upplýsingaflæði þegar um er að ræða nám og störf innanlands og utan og auðvelda flæði fólks um Evrópu. 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica