BORE II

Stefnumótunarverkefni um nemendamiða nálgun og alþjóðavídd í íslensku háskólastarfi

Bologna Reform in Iceland II, eða BORE II, er sjálfstætt framhald Bologna Reform in Iceland (BORE) verkefnisins sem lauk í maí 2016. BORE II hófst í júní 2016 og stendur fram í lok nóvember 2018.  Verkefnið er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins en verkefnisstjórn er í höndum Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir kostnaði upp á 151.293 evrur (tæpar 19 milljónir ISK) en þar af hljóðar styrkur Evrópusambandsins upp á 121.034 evrur (rúmar 15 milljónir ISK).

Markmið

Markmið BORE II er að styðja við innleiðingu Bologna ferlisins sem er samstarf 47 landa um eflingu gagnsæis, gæða og hreyfanleika nemenda og starfsfólks háskóla. Einkum leggur verkefnið áherslu á:

  • að auka gæði náms og kennslu með því að tryggja aðkomu stúdenta að gæðastarfi háskóla
  • að styðja við alþjóðavæðingu háskóla, meðal annars með því að auka tækifæri stúdenta til námsdvalar erlendis
Þetta vefsvæði byggir á Eplica