BORE I

Verkefni í stefnumótun um nemendamiðaða nálgun og alþjóðavídd í íslensku háskólastarfi

Bologna Reform in Iceland, eða BORE I, er 19 mánaða verkefni stutt af Erasmus+ mennta- og æskulýðs· áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hófst í nóvember 2014 og lauk í maí 2016. Fjárhagsáætlun verkefnis gerir ráð fyrir kostnaði upp á rúmar 56000 evrur (7,8 milljónir ISK) en þar af hljóðar styrkur Evrópusambandsins upp á 48700 evrur (6,7 milljónir ISK).

Markmið

Markmið BORE er að styðja við innleiðingu svokallaðs Bologna ferlis sem er samstarf 47 landa um eflingu gagnsæis, gæða og hreyfanleika nemenda og starfsfólks háskóla (sjá nánar um Bologna ferlið  en innleiðing stefnumiða Bologna ferlisins, sem Ísland hefur tekið þátt í frá upphafi árið 1999, er að styðja við framþróun háskólastarfs í þessum löndum. 

Áherslur BORE taka mið af skilgreindum þörfum íslensks háskólakerfis fyrir framþróun.

 • Auka gæði og nemendamiðaða nálgun í háskólastarfi á Íslandi (ensuring quality of higher educational offers)

 • Alþjóðavídd í íslensku háskólastarfi (enhancing the international dimension and mobility within Icelandic higher education)

Verkefnisstjórn

Verkefnisstjórn, í samráði við sérfræðinga Mennta- og menningarmálaráðuneytis skilgreindi forgangsatriði og áherslur BORE, og setti fram verkefni og tillögur að samtölum hagsmunaaðila, þjálfun og útgáfu.  Þannig hafa verið skilgreind verkefni fyrir hvora áherslu um sig.  Meðal verkefna eru námskeið fyrir kennslu- og námsstjóra í gerð lærdómsviðmiða, ráðstefna um gæðamál, árlegur Alþjóðadagur háskólanna, stefnumótun um alþjóðavídd með Landssamtökum Stúdenta og fleira.

Rannís sinnir verkefnisstjórn fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem er samningsaðili.  Verkefnisstjórar BORE hjá Rannís eru María Kristín Gylfadóttir og Sigurður Óli Sigurðssson en fleiri sérfræðingar koma einnig að verkefninu. Una Strand Viðarsdóttir, sérfræðingur, er tengiliður verkefnisins hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Með verkefnisstjórn vinnur sömuleiðis stór hópur sérfræðinga í háskólamálum

 • Gísli Fannberg, Forstöðumaður ENIC/NARIC skrifstofu, HÍ
 • Friðrika Harðardóttir, Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu HÍ
 • Guðrún Geirsdóttir, Forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HÍ
 • Einar Hreinsson, Kennslustjóri HR
 • Sigrún Magnúsdóttir, Gæðastjóri UNAK
 • Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, sérfræðingur í gæðamálum, fyrrum gæðastjóri LHÍ
 • Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri HÍ
 • Anna Marsibil Clausen, fulltrúi Landssambands Stúdenta (LÍS)
 • Hallur Jónasson, fulltrúi Landssambands Stúdenta (LÍS)
Fundir og KynningarEllefu sérfræðingar í háskólamálum aðstoða starfsmenn verkefnisins við framkvæmd þess - skipulagningu, framkvæmd og kynningu viðburða og samtali um áherslusvið.  Hópurinn hittist allur 3 sinnum á verkefnistímabilinu en einstaka sérfræðingar tóku þátt í fundum um einstaka verkefni/viðburði.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica