Stuðningur við stefnumótun

Hægt er að sækja um beint til Brussel um miðlæga styrki í verkefni sem tengjast samráði stjórnvalda og ólíkra hópa um stefnumótun í mennta- og æskulýðsmálum innan Evrópu. Einnig er hægt að sækja um styrk til landsskrifstofu um fundi ungs fólks og ráðamanna.

Verkefni sem sótt er um beint til Brussel skulu miða að því að ná fram markmiðum ESB um vöxt og þróun sambandsins til 2020 (sjá stefnumörkun ESB til 2020 Europe 2020) og um menntun og þjálfun árið 2020 (sjá Education&Training 2020).

Þó flestir styrkirnir séu ætlaðir stjórnvöldum til að vinna saman með stjórnvöldum í öðrum þátttökulöndum Erasmus+ verða einstaka styrkir auglýstir til umsókna, s.s. styrkir fyrir fundi ungs fólks og ráðamanna í æskulýðsgeiranum, styrkir til óháðra félagasamtaka og samstarfsneta ESB í menntamálum og styrkir til rannsóknarverkefna ýmiss konar.

Umsóknarfrestir dreifast yfir árið. Í langflestum tilvikum fá stjórnvöld boð um þátttöku í fjölþjóðlegum stefnumótandi samstarfsverkefnum en í einstaka tilvikum verða opnir umsóknarfrestir fyrir aðra aðila. 

Stofnanir sækja um til „Brussel“ í gegnum Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA) sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB.

Frekari upplýsingar um Stuðning við stefnumótun (Support for policy reform)  og opna umsóknarfresti  er hægt að nálgast á vef EACEA .    

Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA . 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica