Tungumálapassi

Tungumálapassi

  • Tungumalapassi

Europass tungumálapassinn er gott tæki til að útskýra nám og færni í tungumálum þannig að skiljanlegt sé hvarvetna í Evrópu. Europass  tungumálapassinn gefur glögga mynd af færni umsækjenda í tungumálum við mismunandi aðstæður.


Búa til tungumálapassaÁvinningur

Fyrir einstaklinga

  • Europass tungumálapassinn er gott tæki til að útskýra nám og færni í tungumálum þannig að skiljanlegt sér hvarvetna í Evrópu.
  • Hægt er að búa til Europass tungumálapassann á 27 tungumálum: öllum málum ríkja evrópska efnahagssvæðisins  og málum þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild Evrópusambandinu.
  • Hægt er að búa til Europass tungumálapassann á netinu þar sem boðið er upp á leiðbeiningar og dæmi um útfylltan passa.
  • Europass tungumálapassinn er sveigjanlegur og tekur tillit til tungumálakunnáttu sem fengin er með formlegu námi eða við óformlegar aðstæður.
  • Europass tungumálapassa sem vistaður er sem PDF skjal má uppfæra á netinu og allar  upplýsingar sem búið var að skrá fylgja með.

Fyrir atvinnurekendur

  • Europass  tungumálapassinn gefur glögga mynd af færni umsækjenda í tungumálum við mismunandi aðstæður.
  • Europass tungumálapassinn  er uppbyggður þannig að mjög auðvelt er að gera sér glögga mynd af því sem umsækjandi kann og getur á tungumálasviðinu, sama hvaðan hann kemur.
  • Auðvelt er að bera saman marga umsækjendur.
  • Með því að nota vefþjónustu Europass vefsins er hægt að sníða gagnagrunna um starfsmenn hvers fyrirtækis þannig að hægt sé að taka á móti Europass tungumálapössum beint inn í þá.

Evrópskra tungumálamappan

Menntamálaráðuneytið hefur búið til vefútgáfu hinnar Evrópsku tungumálamöppu (the European Language Portfolio), fyrir grunn- og framhaldsskólastig og hefur hún hlotið vottun frá Evrópuráðinu í Strassborg.Efnið var unnið í samvinnu við tilraunaskóla hér á landi og nefnd sérfræðinga um tungumálakennslu á vegum ráðuneytisins. Mappan er í þremur hlutum sem eru tungumálapassi, námsferilskrá og safnmappa. Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Erna Árnadóttir.

Úlfur Kolka var í skiptinámi í spænsku í Vallencía á Spáni þar sem hann lærði í stórum háskóla og eignaðist vini af mismunandi þjóðerni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica