Rafræn ferilskrá

Rafræn ferilskrá

  • Rafraen_ferilskra

Mjög auðvelt er að fylla út Europass ferilskrá á netinu. Endanlegt útlit sést alltaf á skjánum og einfalt að breyta henni eftir þörfum. Ferilskrána er síðan hægt að senda rafrænt með starfsumsókn. 


Gera nýja ferilskrá

Ávinningur

Fyrir einstaklinga

  • Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
  • Europass ferilskrána má aðlaga að þörfum hvers og eins og hægt er að eyða reitum sem ekki eiga við.
  • Hægt er að breyta röð starfsreynslu og menntunar.
  • Hægt er að búa til Europass ferilskrá á 27 tungumálum.
  • Mjög auðvelt er að uppfæra og þýða Europass ferilskrána.

Fyrir atvinnurekendur

  • Europass ferilskráin gefur gott yfirlit yfir færni og hæfni umsækjenda.
  • Europass ferilskráin er  þannig uppbyggð að mjög auðvelt er að meta hvað umsækjandi kann og getur, sama hvaðan hann kemur.
  • Ef allir umsækjendur um starf skila inn ferilskrám í sama sniði, sparar það atvinnurekendum umtalsverðan tíma við lestur þeirra og samanburð.


James Frederick Frigge vann sem starfsnemi á tveim virtum veitingastöðumí Kaupmannahöfn í tvo mánuði.  
Þetta vefsvæði byggir á Eplica