Rafræn ferilskrá

Rafræn ferilskrá

  • Rafrean-ferilskra

Mjög auðvelt er að fylla út Europass ferilskrá á netinu. Endanlegt útlit sést alltaf á skjánum og einfalt að breyta henni eftir þörfum. Ferilskrána er síðan hægt að senda rafrænt með starfsumsókn. 

Þú getur svo uppfært ferilskrána eftir því sem þú bætir við þig reynslu.

Gera nýja ferilskrá


Fyrir einstaklinga

  • Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
  • Europass ferilskrána má aðlaga að þörfum hvers og eins og hægt er að eyða reitum sem ekki eiga við.
  • Hægt er að breyta röð starfsreynslu og menntunar.
  • Hægt er að búa til Europass ferilskrá á 27 tungumálum.
  • Mjög auðvelt er að uppfæra og þýða Europass ferilskrána.

Fyrir atvinnurekendur

  • Europass ferilskráin gefur gott yfirlit yfir færni og hæfni umsækjenda.
  • Europass ferilskráin er  þannig uppbyggð að mjög auðvelt er að meta hvað umsækjandi kann og getur, sama hvaðan hann kemur.
  • Ef allir umsækjendur um starf skila inn ferilskrám í sama sniði, sparar það atvinnurekendum umtalsverðan tíma við lestur þeirra og samanburð.Þetta vefsvæði byggir á Eplica