Erasmus+: Vottun á náms- og þjálfunar­verkefnum í starfs­menntun (VET Mobility Charter)

Fyrir hverja?

Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um vilyrði fyrir náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, nýútskrifaða nemendur og starfsfólk sem starfar á sviði starfsmenntunar- og þjálfunar.

Til hvers?

Þær stofnanir sem fá vottun (VET Mobility Charter) fá aðgang að einföldu umsóknarkerfi og fá vilyrði fyrir styrkveitingum fram til ársins 2020.  

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var 16. maí 2019. 

Sótt er um á vefeyðublaði sem aðgengileg eru umsóknarkerfi Erasmus+ (VET Mobility Charter KA109).

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur tekið saman sérstakar leiðbeiningar fyrir umsækjendur um hvað beri að hafa í huga þegar sótt um styrk í Erasmus+.

Hvers vegna?

Þær stofnanir sem fá vottun (VET Mobility Charter) fá aðgang að einföldu umsóknarkerfi og fá vilyrði fyrir styrkveitingum fram til ársins 2020 (hugsanlegt er að gildistíminn verði framlengdur að þeim tíma liðnum en ekki staðfest ( sjá auglýsingu eftir umsóknum um vottun ). Vottun auðveldar starfsmenntaskólum og stofnunum að gera áætlanir um umfang alþjóðlegs samstarfs til lengri tíma og að kynna tækifæri í námi og þjálfun fyrir sínum nemendum og kennurum. Með vottun verður einnig auðveldara að byggja upp samstarf  í öðrum Evrópulöndum, mynda traust og koma sér upp verklagi sem dregur úr vinnu og eykur gæði verkefna.

Hvert er markmiðið?

Markmið Erasmus+ áætlunarinnar er að auka gæði náms og þjálfunarferða í starfsmenntun og styðja við stefnumótun og áætlanir starfsmenntaskóla um samstarf í Evrópu.  

Hverjir geta sótt um?

Starfsmenntastofnanir, skólar og fyrirtæki  á sviði starfsmenntunar og samstarfsnet (consortia) a.m.k þriggja aðila sem starf a á sviði starfsmenntunar.

Skilyrði til að geta sótt um vottun (VET Mobility Charter) eru að umsóknaraðilar hafi stjórnað a.m.k. þremur verkefnum í flokknum Leonardo mannaskiptaverkefni og / eða Erasmus+ náms og þjálfunarverkefnum og hafa notað að meðaltali a.m.k. 80% úthlutaðs fjármagns. Mikil áhersla er á gæði verkefna og þeir sem sækja um vottun þurfa að skila stefnumörkun sinni á sviði alþjóðasamstarfs.

Úthlutunarferli

Áhersluatriði við mat umsókna, sem nauðsynlegt er að skoða og hafa í huga við gerð umsókna:

  1. Reynsla og fyrri verkefni
  2. Stefnumótun um erlent samstarf og áætlun um þróun verkefna
  3. Stjórnun verkefna og gæðaviðmið

Íslenskir aðilar sem fengið hafa vottun

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica