Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

KA202

Fyrir hverja?

Starfsmenntaskólar og aðilar sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun.

Til hvers?

 Samstarfsverkefni veita starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum sem sinna starfsmenntun tækifæri til að þróa og/eða  prófa nýjar aðferðir eða leiðir í starfsmenntun í samstarfi við samstarfsaðila í a.m.k. tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+.  Einnig  hafa aðilar í starfsmenntun tækifæri til að að efla samskipti og skiptast á reynslu og þekkingu.  Verkefni geta varað í 12 – 36 mánuði og hámarksstyrkur er 150.000€ á ári. Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í starfsmenntun og geta m.a., snúið að því að auka gæði kennslu, þróa nýjar námskrár eða námsbrautir, aðgerðum til að efla samstarfs atvinnulífs og skóla, eða hindra brottfall nemenda.

Umsóknarfrestur 

Ekki er opið fyrir umsóknir.

Erasmus+ í starfsmenntun

Áætlunin veitir starfsmenntastofnunum, fyrirtækjum, opinberum aðilum, starfsgreinasamböndum og öðrum mögulegum samstarfsaðilum tækifæri til að vinna verkefni með fyrirtækjum eða stofnunum í að minnsta kosti tveimur öðrum löndum í því skyni að auka gæði og samstarf milli starfsmenntunaraðila í Evrópu. Verkefni geta snúið að yfirfærslu aðferða eða lausna til annarra þátttökulanda Erasmus+ eða þróun nýrra námsleiða (þ.m.t. vinnustaðanáms), eflingu færni og hæfni þeirra sem starfa í starfsmenntun, s.s. með þróun samstarfs í kennslu milli landa og sameiginlegum námskeiðum nemenda og kennara. 

Í starfsmenntahlutanum eru hægt að velja um tvær tegundir samstarfsverkefna og er nokkur eðlismunur á verkefnaflokkunum:

Samstarfsverkefni sem stuðla að nýsköpun

 • Verkefnin skulu þróa nýjar afurðir/leiðir í menntun
  og/eða
 • stuðla að virkri dreifingu og nýtingu nýrra aðferða og afurða sem þegar hafa verið þróaðar sem og hugmynda sem fela í sér  nýbreytni.

Samstarfsverkefni þar sem þátttökulönd skiptast á reynslu og þekkingu

 • Meginmarkmiðið er að búa til og efla fjölþjóðleg samstarfsnet, auka samstarfshæfni á alþjóðlegum vettvangi og að skiptast á hugmyndum, reynslu, aðferðum og þekkingu.

Hvert er markmiðið?

Meginmarkmið samstarfsverkefna á öllum skólastigum er þríþætt:

 • Stuðla að nútímavæðingu evrópsks menntakerfis

 • Auka gæði í menntun

 • Þróun nýjunga og yfirfærsla þekkingar.

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar er  ætlað að styðja við og auka gæði starfsmenntunar í Evrópu. Styrkt verkefni þurfa sömuleiðis að styðja við evrópsk stefnumið í starfsmenntun um að auka gæði menntunar og stuðla að virkara samstarfi á milli starfsmenntastofnana, atvinnulífs og stjórnvalda til að mæta betur eftirspurn eftir hæfni á vinnumarkaði til framtíðar ( sjá nánar Europe 2020 og Education & Training 2020).

Forgangsatriði 2020

Fyrir  umsóknarfrest 2020 hafa verið skilgreind eftirfarandi forgagnsatriði fyrir samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar.  Öll samstarfsverkefni þurfa að styða við a.m.k. eitt af þessum forgangsatriðum eða eitt af þeim forgangsatriðum sem skilgreind eru þvert á skólastig. 

 • Developing partnerships supporting the setting up and implementation of internationalisation strategies for VET providers, aimed at putting in place the necessary support mechanisms as well as contractual frameworks to promote quality mobility of VET staff and learners, including promoting the automatic mutual recognition of qualifications and learning outcomes; developing student support services to foster VET internationalisation and learner mobility, through actions aimed at informing, motivating, preparing and facilitating the social integration of the VET learner in the host country, while enhancing their intercultural awareness and active citizenship.
 • Developing partnerships aimed at promoting work-based learning in all its forms, for both young and/or adults and in particular for the implementation of the Council Recommendation on a European Framework for Quality and Effective Apprenticeships. These partnerships can also aim at developing new training content and joint VET qualifications that integrate periods of work-based learning, opportunities to apply knowledge in practical workplace situations, and embedding international mobility experience whenever possible.
 • Increasing the quality in VET through the establishment of feedback loops to adapt VET provision, including by setting-up or testing graduate tracking arrangements as part of quality assurance systems in line with the Council Recommendation on tracking graduates, and the Recommendation on the European Quality Assurance Reference Framework for Vocational Education and Training (EQAVET) ;
 • Enhancing access to training and qualifications for all, with a particular attention to the low-skilled, through continuing VET, notably by increasing quality, supply and accessibility of continuing VET, validation of non-formal and informal learning, promoting work-place learning, providing for efficient and integrated guidance services and flexible and permeable learning pathways; includes developing partnerships between micro, small and medium sized companies and VET providers aimed at promoting joint competences centres, learning networks, support to pooling of resources, and providing initial and/or continuing training to their staff.
 • Further strengthening key competences in initial and continuing VET, in particular literacy, numeracy, digital, entrepreneurship, as well as languages, including common methodologies for introducing those competences in curricula, as well as for acquiring, delivering and assessing the learning outcomes of those curricula.
 • Supporting the uptake of innovative approaches and digital technologies for teaching and learning, as outlined in the Digital Education Action Plan, including the effective use of the SELFIE self-reflection tool to support a comprehensive approach to innovation, and the use of digital technologies for pedagogical, administrative, technical and organisational change.
 • Introducing systematic approaches to, and opportunities for, the initial and continuous professional development of VET teachers, trainers and mentors in both school and work-based settings (including apprenticeships), as well as through the development of effective digital, open and innovative education and pedagogies, as well as practical tools; raising the attractiveness of the professions for VET teachers, trainers, mentors and leaders.
 • Developing sustainable partnerships to establish and/or further develop national, regional and sectoral skills competitions organisations, as a form of raising the attractiveness and excellence in VET. These partnerships could also develop and support the practical arrangements for the preparation, training and participation of VET learners and staff in international, national, regional and sectoral skills competitions, while working closely together with businesses, VET providers, chambers and other relevant stakeholders.

Hvað er styrkt?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna verkefni með samstarfsaðilum í að minnsta kosti tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+.  Fleiri en einn samstarfsaðili frá hverju landi getur tekið þátt í samstarfinu.

Sá aðili sem leiðir verkefnið sækir um fyrir hönd allra samstarfsaðila. Sótt er um til landskrifstofu í landi umsækjanda. Verkefnin eru að fullu dreifstýrð þannig að Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi ber ábyrgð á mati, úthlutun og umsjón samninga fyrir öll verkefni sem styrkt eru á Íslandi.

Nánari upplýsingar um skilyrði umsóknar má finna í kaflanum um Strategic Partnerships í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

Verkefni geta varað í 12 – 36 mánuði  og er hámarksstyrkur 150.000€ á ári fyrir hvert verkefni. Fjárstyrkur er á formi fastra upphæða (unit contribution) en ekki raunkostnaðar.  Þannig er hægt að sækja um fastar mánaðarlegar upphæðir til að sinna utanumhaldi verkefnis og greiða starfsmannakostnað (þar sem við á), ferðastyrk til að sækja verkefnisfundi og senda nemendur/kennara á vinnustofur erlendis.  Sjá nánar um fjármál samstarfsverkefna í  Erasmus+ handbókinni  (Programme Guide).

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar geta sótt um styrki til að vinna samstarfsverkefni. Aðilar/stofnanir sem geta sótt um styrk í starfsmenntahluta Erasmus+ áætlunarinnar geta  m.a. verið:

 • Starfsmenntaskólar og aðrar skólastofnanir sem sinna starfsmenntun
 • Starfsmenntastofnanir sem sinna ólíkum markhópum, til dæmis símenntunarmiðstöðvar
 • Háskólar sem sinna endur- og símenntun
 • Lítil og meðalstór fyrirtæki
 • Aðilar vinnumarkaðar, s.s. samtök aðila iðnaðar, atvinnulífs og launþega
 • Opinberir aðilar, s.s. á sveitarstjórnarstigi
 • Starfsgreinasambönd
 • Rannsóknarstofnanir
 • Stofnanir sem eru ekki reknar í ábataskyni, s.s. iðnaðarmannafélög
 • Stofnanir sem sinna náms- og starfsráðgjöf

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.

 • Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af Landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum Landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
 • EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu býður upp á leit að samstarfsaðilum (partner search). Stofnanir eða félagasamtök innan fullorðinsfræðslu geta skráð sig á EPALE og komist í samband við áhugasama aðila í öðrum Evrópulöndum. 
 • School Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Þar er m.a. að finna verkfæri sem koma að notum við  leit að samstarfsaðilum .

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Til að leiða verkefni þurfa aðilar að hafa fjárhagslega burði til að leiða stór verkefni. Þetta er yfirleitt ekki vandamál varðandi opinbera aðila en einkaaðilar og frjáls félagasamtök þurfa að ganga í gegnum fjárhagslegt mat áður en skrifað er undir samninga. Í einhverjum tilvikum þurfa viðkomandi aðilar að leggja fram bankatryggingu.

Þátttökulönd

Lögaðilar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu.

Mögulegt er  að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu en þeir aðilar þurfa þá að vera með ákveðið skilgreint hlutverk og hafa ákveðna sérþekkingu sem samstarfsaðilar í þátttökulöndunum hafa ekki.

Kennslumyndband 

Þetta er myndband frá árinu 2018. Leiðbeiningarnar gilda líka fyrir árið 2020 en umsóknarfrestur ársins 2020 er 24. mars.

Almennt kynningarmyndband fyrir umsækjendur Erasmus+ samstarfsverkefna

https://youtu.be/OoY_WV3C8Ss
Þetta vefsvæði byggir á Eplica