ECVET - Evrópskt einingakerfi fyrir starfsmenntun

Hvað er ECVET?

ECVET (European Credit System for Vocational Education and Training) er byggt á markmiðum Evrópusam-bandsins um að auðvelt sé að fara á milli Evrópulanda og nýta reynslu og þekkingu frá einu landi í öðrum. Markmið ECVET er að auka möguleika fólks á að stunda hluta starfsnáms síns í öðru landi með því að þróa viðeigandi aðferðarfræði og verkfæri.    

Tilgangur kerfisins er m.a.:

  • að auðvelda nemanda í starfsnámi að ljúka einum eða fleiri námsþáttum í öðru landi.
  • að meta einn eða fleiri námsþætti sem eru sambærilegir erlendis og í heimalandinu.
  • að auðvelda yfirfærslu eininga milli landa samkvæmt þeim hæfniviðmiðum sem hafa verið gefin út í heimalöndum nemenda.

ECVET verkefnið á Íslandi

Tilgangurinn með verkefninu var að kynna ECVET og að auka notkun þess hér á landi  þar sem sívaxandi  hluti starfsmenntanema kýs að stunda hluta af námi sínu erlendis.

Eitt mikilvægasta hlutverk ECVET verkefnisins er að að fræða skólastjórnendur og aðra sem tengjast starfsmenntun um gagnsemi ECVET einingakerfisins.  Hér er glærukynning sem skýrir kerfið en einnig geta skólar, fyrirtæki og stofnanir óskað eftir því að fá til sín fulltrúa verkefnisins til að kynna, gefa ráð og aðstoða við notkun og innleiðingu verkfæra kerfisins.

ECVET fyrir nám og þjálfun í Evrópu

Margs konar verkfæri hafa verið búin til og er mælt með því að skoða evrópskan gagnagrunn þar sem er að finna útskýringar og góð dæmi.  Að auki er mælt með því að þeir sem eru að byrja að nota ECVET skoði leiðbeiningarit sem hefur verið útbúið á íslensku.

Verkefnisteymið

Fyrir ECVET verkefnið er starfandi sérfræðihópur sem hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd verkefnisins og aðstoða Landskrifstofu Erasmus+ við kynningar og innleiðingu ECVET:

Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal, fagstjóri og alþjóðafulltrúi MK.
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar Tækniskólans
Kristveig Halldórsdóttir, verkefnastjóri erlendra samskipta/kennari, Borgarholtsskóla
Jóhannes Árnason, kennari, verkefnisstjóri erlendra samskipta VMA. 
Helen Williamsdóttir Gray , Þróunarstjóri Iðunnar. 

Fulltrúar Landskrifstofu Erasmus+

Dóra Stefánsdóttir og Margrét JóhannsdóttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica