ECVET verkefnið

ECVET (European Credit System for vocational Education and Training) stendur fyrir Evrópskt einingakerfi fyrir starfsmenntun.

Hvað er ECVET?

ECVET er byggt á markmiðum Evrópusambandsins um að Evrópa verði svæði þar sem auðvelt er að fara á milli landa og nýta á hverjum stað þá reynslu og þekkingu sem fólk hefur aflað sér í öðru landi. Markmið ECVET er að efla gagnkvæmt traust í menntamálum og auka möguleika fólks á að stunda hluta náms síns í öðru landi.  Meginhlutar  ECVET kerfisins er annars vegar aðferðafræði til að meta og viðurkenna nám og þjálfun og hins vegar mjög gagnleg verkfæri sem nýtast í þessu skyni. Hvortveggja á að auka gæði starfsþjálfunar í öðru landi og auðvelda nemum að fá hana viðurkennda þegar heim er komið.  Tilgangur kerfisins er m.a.:

  • að auðvelda nemanda í starfsnámi að ljúka einum eða fleiri námsþáttum í öðru landi.
  • að meta einn eða fleiri námsþætti sem eru sambærilegir erlendis og í heimalandinu.
  • að auðvelda yfirfærslu eininga milli landa samkvæmt þeim hæfniviðmiðum sem hafa verið gefin út í heimalöndum nemenda.

ECVET verkefnið á Íslandi

Tilgangurinn með verkefninu var að kynna ECVET og að auka notkun samevrópsks einingakerfis fyrir starfsmenntun (ECVET) hér á landi. Þetta er einkum gert með þarfir starfsmenntanemenda í huga þar sem sívaxandi  hluti þeirra kýs að stunda hluta af námi sínu erlendis.

Fyrsta skref verkefnisins var að kortleggja hvernig nám úr öðrum skólum, símenntunarmiðstöðvum eða erlent nám er metið inn í íslenska framhaldsskóla.   Þessa úttekt má finna hér

Eitt mikilvægasta hlutverk ECVET verkefnisins er að að fræða skólastjórnendur sem og annað skólafólk á sviði starfsmenntunar um gagnsemi ECVET einingakerfisins.  Hér er glærukynning sem skýrir kerfið en einnig geta skólar, fyrirtæki og stofnanir óskað eftir því að fá til sín fulltrúa verkefnisins til að kynna, gefa ráð og aðstoða við notkun og innleiðingu verkfæra kerfisins.

ECVET fyrir nám og þjálfun í Evrópu

Til þess að tryggja árangursríka og góða starfsþjálfun nema í Evrópu og til þess að efla traust samstarfsaðila hefur verið unnið mikið starf og útbúin verkfæri til að auðvelda þessa vinnu.   Í því sambandi er mælt með því að skoða evrópskan gagnagrunn þar sem er að finna útskýringar og góð dæmi. 

Að auki er mælt með því að þeir sem eru að byrja að nota ECVET skoði leiðbeiningarit sem hefur verið útbúið á íslensku.

Verkefnisteymið

Fyrir ECVET verkefnið er starfandi sérfræðihópur sem hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd verkefnisins og aðstoða Landskrifstofu Erasmus+ við kynningar og innleiðingu ECVET. 

Fulltrúar verkefnisins árið 2017 eru:
Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal, fagstjóri og alþjóðafulltrúi MK.
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kennari og kynningarstjóri FB.
Ársæll Guðmundsson , skólastjóri Boargarholtsskóla. 
Jóhannes Árnason, kennari, verkefnisstjóri erlendra samskipta VMA. 
Ólafur Grétar Kristjánsson , deildarsérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Ólafur Sveinn Jóhannesson, Atvinnulífstengill / PR, Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins.

Fulltrúar Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Ólafur Grétar Kristjánsson og Ársæll Guðmundsson.

Fulltrúar Landskrifstofu Erasmus+

Dóra Stefánsdóttir og Margrét JóhannsdóttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica