Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Fyrir hverja?

Leik-, grunn- og framhaldsskólar, og tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Til hvers?

Samstarfsverkefni skóla veitir skólum tækifæri til að vinna með öðrum skólum eða samstarfsaðilum í Evrópu og skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum í kennslu. Sömuleiðis gefst tækifæri til að vinna að innleiðingu eða þróun nýjunga í skólastarfi. Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkum Evrópusambandsins í menntun og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni. Verkefni standa yfir í 12 til 36 mánuðir og hámarksstyrkur er 150.000€ á ári.

Umsóknarfrestur

Lokað fyrir umsóknir. Næsti umsóknarfrestur er 21. mars 2018 kl. 11:00.

Stutt lýsing

Erasmus+ áætlunin veitir leik-, grunn- og framhaldsskólum, tónlistar- og listnámsskólum sem kenna eftir viðurkenndum námskrám, og öðrum aðilum sem koma að menntun á þessum skólastigum, tækifæri til að vinna með öðrum í Evrópu, skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum í kennslu eða vinna að þróun nýjunga eða yfirfærslu viðurkenndra aðferða. Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkum ESB fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig sem eru m.a grunnfærni, brotthvarf, menntunarfræði ungra barna og verkefni sem efla og bæta faglega ímynd kennarastarfsins og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni.

Hvert er markmiðið?

Verkefni sem verða styrkt er ætlað að styðja við áherslur og forgangsatriði Evrópusambandsins á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi ( sjá European school policy agenda). Þannig geta verkefni, m.a. snúið að því að:

 • Innleiða færni í móttöku flóttamanna og nýbúa og aðstoða þá við að aðlagast nýjum aðstæðum
 • Frumkvöðlafærni og gagnrýninni hugsun
 • Þróa, prófa og innleiða nýjar aðferðir og starfshætti fyrir nemendur, starfsfólk og skóla.
 • Skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum, m.a með jafningafræðslu og vinnustofum.
 • Innleiða/þróa nýjar aðferðir eða leiðir í kennslu s.s nýjar námsleiðir eða námskrár.
 • Efla færni og hæfni þeirra sem sinna kennslu s.s. með bættri grunnmenntun.
 • Standa sameiginlega að gerð rannsókna eða kannana.
 • Innleiða/þróa viðurkenningar og vottun á færni og hæfni.
 • Stuðla að þjálfun, kennslu og fræðslu kennara og nemenda og skiptinámi í styttri og lengri tíma.

Nánari upplýsingar um viðmið um mat á umsóknum (award criteria) má finna á bls. 118 - 129 í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

Hverjir geta sótt um?

Leik-, grunn- og framhaldsskólar,  og tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum geta sömuleiðis tekið þátt í samstarfsverkefnum. 

Hvað er styrkt?

Í skólahluta Erasmus+ er hægt að sækja um þrenns konar samstarfsverkefnisstyrki.

 1. Skólar geta sótt um styrk til að vinna verkefni með samstarfsskóla í að minnsta kosti einu öðru þátttökulandi Erasmus+. Svokölluð ,School-to-school“ verkefni.  Eingöngu er hægt að sækja um ,,Strategic Partnership supporting exchanges of good practices“ undir þessum lið.

 2. Aðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um styrk til að vinna samstarfsverkefni, með að minnsta kosti tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+. Þetta geta verið skólar, skólayfirvöld, frjáls félagasamtök, einkafyrirtæki og stofnanir.

Verkefni geta varað í 12 til 36 mánuði og er hámarksstyrkur 150.000€ á ári á hvert verkefni. Fjárstyrkur er á formi fastra upphæða (unit cost) en ekki raunkostnaðar. Þannig er hægt að sækja um fastar mánaðarlegar upphæðir til að sinna utanumhaldi verkefnis og greiða starfsmannakostnað (þar sem við á), ferðastyrk til að sækja verkefnisfundi og senda nemendur/kennara á vinnustofur eða í skiptinám.  Sömuleiðis er hægt að sækja um styrk vegna annars tilfallandi kostnaðar.

Sá aðili sem leiðir samstarfsverkefni sækir um fyrir hönd allra samstarfsaðila og er umsóknin metin í því landi. Verkefnin eru að fullu dreifstýrð þannig að landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi ber ábyrgð á mati og úthlutun fyrir þau verkefni sem íslenskir aðilar stýra.

Sjá nánar um fjármál samstarfsverkefna á bls. 131-138 í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.

 • Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af Landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum Landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
 • School Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Þar er m.a. að finna verkfæri sem koma að notum við  leit að samstarfsaðilum .

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt  er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá skólann/lögaðilann inn á vegátt Framkvæmdastjórnar ESB sem kallast European Commission Authentication Service  eða ECAS. ECAS aðgangur er síðan notaður til að skrá skólann/lögaðilann inn í Unique Registration Facility eða URF til að sækja svokallaðan PIC-kóða, sem er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun/lögaðila. 

Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út handbók um hvernig staðið er að þessari skráningu og nánari leiðbeiningar er að finna hér.

Þátttökulönd

Lögaðilar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.

Í fyrsta sinn frá upphafi menntaáætlunar ESB geta þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu sótt um tvíhliða verkefni, s.s. Ísland og Noregur eða Ísland og Tyrkland

Einnig er hægt að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu en þeir aðilar þurfa þá að vera með ákveðið skilgreint hlutverk og hafa ákveðna sérþekkingu sem samstarfsaðilar í þátttökulöndunum hafa ekki.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica