Leik-, grunn- og framhaldsskólar, og tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Samstarfsverkefni skóla veitir skólum tækifæri til að:
Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkum Evrópusambandsins í menntun og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni. Verkefni standa yfir í 12 til 36 mánuðir og hámarksstyrkur er 150.000 evrur á ári. Athugið að í skólaverkefnum (School Exchange Partnerships (KA229) er einungis hægt að sækja um 99.000 þúsund evrur að hámarki á ári.
Ekki er opið fyrir umsóknir.
Erasmus+ áætlunin veitir leik-, grunn- og framhaldsskólum, tónlistar- og listnámsskólum sem kenna eftir viðurkenndum námskrám, og öðrum aðilum sem koma að menntun á þessum skólastigum, tækifæri til að vinna með öðrum í Evrópu, skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum í kennslu eða vinna að þróun nýjunga eða yfirfærslu viðurkenndra aðferða. Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkum ESB fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig sem eru m.a grunnfærni, brotthvarf, menntunarfræði ungra barna og verkefni sem efla og bæta faglega ímynd kennarastarfsins og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni.
Verkefni sem verða styrkt er ætlað að styðja við áherslur og forgangsatriði Evrópusambandsins á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi ( sjá European school policy agenda). Þannig geta verkefni, m.a. snúið að því að:
Nánari upplýsingar um viðmið um mat á umsóknum (award criteria) má finna í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).
Leik-, grunn- og framhaldsskólar, og tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum geta sömuleiðis tekið þátt í samstarfsverkefnum.
Frá og með árinu 2018 geta skólar sótt um tvenns konar samstarfsverkefni:
Ekki er nauðsynlegt að allir skólar fái jafnt af þeirri upphæð. Ef tveir skólar taka þátt í verkefni þá er heildarupphæðin 33.000 evrur. Annar skólinn gæti til dæmis fengið 25 þúsund og hinn 13 þúsund.
Sjá nánar um fjármál samstarfsverkefna í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).
Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.
Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá skólann/lögaðilann inn á vegátt Framkvæmdastjórnar ESB sem kallast European Commission Authentication Service eða ECAS. ECAS aðgangur er síðan notaður til að skrá skólann/lögaðilann inn í Unique Registration Facility eða URF til að sækja svokallaðan PIC-kóða, sem er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun/lögaðila.
Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út handbók um hvernig staðið er að þessari skráningu og nánari leiðbeiningar er að finna hér.
Lögaðilar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
Í fyrsta sinn frá upphafi menntaáætlunar ESB geta þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu sótt um tvíhliða verkefni, s.s. Ísland og Noregur eða Ísland og Tyrkland.
Einnig er hægt að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu en þeir aðilar þurfa þá að vera með ákveðið skilgreint hlutverk og hafa ákveðna sérþekkingu sem samstarfsaðilar í þátttökulöndunum hafa ekki.
Hér kemur inngangur að umsóknarskrifum og leiðbeiningar fyrir pdf-umsóknareyðublaðið (KA-201) þar fyrir neðan.
KA-201 Umsóknareyðublaðið (pdf)
*Í skólahlutanum eru tvenns konar eyðublöð:
1. Skólaverkefni KA-229 (school-to-school)
2. Hefðbundin skólaverkefni KA-201. Þar velja menn í fellilista hvort þeir sækja um ,,Strategic Partnership Supporting Exchange of Good Practices“ (einfaldari verkefni) eða ,,Strategic Partnership Supporting Innovation“ (stærri verkefni með ,,intellectual output“ og ,,multi-plier event“)