Nám og þjálfun á leik- grunn- og framhaldsskólastigi

Fyrir hverja?

Sveitarfélög, leik-, grunn- og framhaldsskóla sem og tónlistarskóla og listnámsskóla sem kenna eftir viðurkenndum námskrám.

Til hvers?

Skólar geta sótt um ferða-, uppihalds- og námskeiðsstyrki fyrir starfsfólk sitt til að taka þátt í gestakennslu, fara á námskeið eða í starfskynningu (job shadowing) í 2 til 60 daga daga í einu af þátttökulöndum Erasmus+ .

Sveitarfélög geta sótt um sambærilega styrki fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við skóla í þeirra sveitarfélagi (consortium).

Umsóknarfrestur

Ekki er opið fyrir umsóknir.

Erasmus+ á leik, grunn-, og framhaldsskólastigi

Leik-, grunn- og framhaldsskólar sem og tónlistar- og listnámsskólar  sem kenna eftir viðurkenndum námsskrám geta sótt um ferða-, uppihalds- og námskeiðsstyrki fyrir starfsfólk sitt til að að taka þátt í gestakennslu, fara á námskeið eða í starfskynningu (job shadowing) í 2 til 60 daga daga í einu af þátttökulöndum Erasmus+. Ferðir sem sótt er um skulu vera hluti af faglegri starfsþróun starfsfólks og falla að stefnu skólans um evrópskt samstarf. Með þátttöku fær starfsfólk alþjóðlega starfsreynslu og aflar sér færni og þekkingar sem nýtist til að nútímavæða og auka Evrópuvídd í íslensku skólastarfi.

Hvert er markmiðið?

Markmið náms- og þjálfunarverkefna fyrir starfsfólk skóla er að styðja við þátttöku íslenskra skóla í alþjóðlegu samstarfi og vinna að markmiðum Evrópusambandsins í skólastarfi, s.s. þróun grunnfærni eins og lestur og stærðfræði, vinna gegn brotthvarfi, og auka gæði í kennslu. Markmiðið er sömuleiðis stuðla að yfirfærslu þekkingar og að auka færni og hæfni þeirra sem starfa að skólastarfi í Evrópu.

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar, þ.e. sveitarfélög, leik-, grunn- og framhaldsskólar og tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám geta sótt um aðild/styrk í flokkinn Nám og þjálfun í skólahluta Erasmus. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki úr Erasmus.

Skilyrði (1): fræðsluaðilar sem bjóða formlegt nám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Nám sem telst styrkbært í Erasmus Dæmi um framkvæmdaraðila
Leikskólanám og annað formlegt nám ungra barna Leikskólar, samþættir leik- og grunnskólar
Formlegt grunnskólanám Grunnskólar, samþættir leik- og grunnskólar, skólar sem starfræktir eru á sjúkrahúsum
Formlegt nám að loknu skyldunámi Framhaldsskólar, verkmenntaskólar, listaskólar (t.d. tónlistarskólar, myndlistarskólar o.þ.h.), skólar sem kenna heilbrigðisgreinar á framhaldsskólastigi
Nám án aðgreiningar Leik-, grunn- og framhaldsskólar, sem og aðrar stofnanir sem bjóða slíkt nám á þessum skólastigum

Skilyrði (2): menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar sem hafa formlegt hlutverk á sviði leik-, grunn- og framhaldsskólanáms

Hlutverk innan menntakerfis Dæmi um framkvæmdaraðila
Að stofna og hafa umsjón með leik-, grunn- og framhaldsskólum

Sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar

Að skilgreina og innleiða námsáætlanir leik-, grunn- og framhaldsskóla

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar

Stjórnun og gæðaeftirlit leik-, grunn- og framhaldsskóla

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir, eftirlitsstofnanir og aðrir sérhæfðir aðilar

Skilgreina hæfniramma, staðla og tækifæri fyrir samfellda fagmenntun stjórnenda og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir, stéttarfélög kennara og skólastjóra og aðrir sérhæfðir aðilar

Hvað er styrkt?

  • Styrkir til náms og þjálfunar samanstanda af ferðastyrk annars vegar og uppihaldsstyrk hins vegar.  Hvorutveggja eru fastar upphæðir og taka mið af fjarlægð til áfangastaðar og uppihaldskostnaði í viðkomandi landi.

  • Veittur er styrkur að hámarki 70€ á dag (að hámarki 700€)  til að sækja skipulögð námskeið.

  • Fatlaðir einstaklingar geta sótt um viðbótarstyrk vegna kostnaðar sem hlýst af þátttöku þeirra.

  • Umsækjendur fá sömuleiðis fastan umsýslustyrk, 350€ fyrir hvern þátttakanda til að sinna undirbúningi, utanumhaldi og eftirfylgni.

Allar nánari upplýsingar er að finna í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

ATHUGIÐ! Umsækjendur sækja sjálfir um námskeið og bera ábyrgð á samskiptum við námskeiðshaldara og öflun nauðsynlegra gagna vegna umsóknar, s.s. staðfestingu á að viðkomandi starfsmaður hafi sótt um námskeið og að því loknu þarf að skila staðfestingu að viðkomandi hafi setið námskeiðið.

Lengd dvalar

Þátttakandi verður að dvelja erlendis í tvo daga hið minnsta (fyrir utan ferðadaga) og í tvo mánuði að hámarki.

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.

  • Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af Landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum Landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
  • School Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Þar er m.a. að finna verkfæri sem koma að notum við  leit að samstarfsaðilum .

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt  er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá skólann/lögaðilann inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB (European Commission Authentication Service (ECAS)). ECAS aðgangur er síðan notaður til að skrá skólann/lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallaðan PIC-kóða, sem er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun/lögaðila. 

Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út handbók um hvernig staðið er að þessari skráningu. Hlekkur á leiðbeiningar.

Skóli sem sækir um skal hafa markað sér stefnu um evrópskt samstarf (European Developing Plan). Ferðir sem sótt er um skulu mæta þörfum stofnunarinnar til að nútímavæðast, vera hluti af faglegri starfsþróun starfsfólks og falla að stefnu skólans um evrópskt samstarf ( sjá meira um European Development Plan í Erasmus+ handbókinni  (Programme Guide).

Þátttökulönd

Skólar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.

Í fyrsta sinn frá upphafi menntaáætlunar ESB geta þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu sótt um tvíhliða verkefni, s.s. Ísland og Noregur eða Ísland og Tyrkland.

Kennslumyndbönd 2018

Umsóknarskrif                                                            Umsóknareyðublaðið
 

Kennslumyndband

 

Kennslumyndband
Þetta vefsvæði byggir á Eplica