School Education Gateway - vefgátt skóla- og fræðslumála

SEG2_bodri_bara_nafnidSchool Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Í gáttinni er að finna verkfæri til að undirbúa umsóknir í Erasmus+ auk greina, frétta og upplýsinga um skólamál og skólastefnu í Evrópu. School Education Gateway er fjármögnuð af Erasmus+ og rekin á vegum framkvæmdastjórnar ESB.

Verkfæri til að undirbúa umsóknir í Erasmus+

Á School Education Gateway er að finna verkfæri til að auðvelda umsóknaskrif í Erasmus+

Fréttir, greinar og upplýsingar um skólamál í Evrópu

Auk ofangreindra verkfæra er gáttin vettvangur til að deila áhugaverðum greinum, fréttum og upplýsingum um skólamál og skólastefnu í Evrópu.

Kennaraakademía

  • Kennaraakademían býður upp á ýmis tækifæri til starfsþróunar fyrir kennarar, bæði staðar- og netnámskeið.

Hvernig fæ ég aðgang?

  • Þarf að stofna aðgang? Þess þarf ekki, allir geta kynnt sér það efni sem er að finna á School Education Gateway.
  • Hvers vegna að skrá sig? Hægt að nýta sér vefgáttina betur með því að vera skráður notandi – þú getur t.d. vistað leitarniðurstöður, sett inn auglýsingar, o.fl.
  • Skráning er einföld og fer fram á forsíðunni (Register). Hægt er að tengja aðganginn Facebook, Twitter, Google+ og LinkedIn ef fólk vill. Gáttin er tengd eTwinning þannig að þeir sem eru skráðir í eTwinning geta notað aðgangsorð sín inn á School Education Gateway.

Sjá stutta kynningu hér:
Þetta vefsvæði byggir á Eplica