Erasmus+ styrkir til samstarfs­verkefna í menntahlutanum

Almennur umsóknarfrestur 2018 er 21. mars

Samstarfsverkefni eru þematengd verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda.

Innan verkefnaflokksins eru 2 flokkar verkefna sem endurspegla þessar áherslur:

  • Samstarfsverkefni sem stuðla að nýsköpun
  • Samstarfsverkefni þar sem þátttökulönd skiptast á reynslu og þekkingu

Stofnanir sem sinna menntun á öllum skólastigum geta sótt um að vinna samstarfsverkefni með samstarfsaðilum í að minnsta kosti tveimur til þremur öðrum þátttökulöndum (einungis tvö lönd fyrir skólasamstarf).

Sótt er um styrk í landi þess aðila sem leiðir verkefnið og er verkefnisstjóri.

 Tækifæri í flokknum Samstarfsverkefni eftir skólastigum:

Undir síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið, skoða kennslumyndbönd og nálgast tæknilegar leiðbeiningar

Gott er að kynna sér umsóknarferlið vel áður en hafist er handa við undirbúning og lesa sér til um reglur um styrkveitingar og kröfur til verkefna í Handbók Erasmus+.

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á síðum viðkomandi undiráætlana.

Hægt er að skoða auglýsingu Framkvæmdastjórnar ESB um umsóknir í Erasmus+ í heild sinni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica