Erasmus+ styrkir til náms og þjálfunar fyrir mennta- og skólastofnanir

Almennur umsóknarfrestur 2018 er 1. febrúar

Skólastofnanir og aðilar sem sinna menntun á öllum skólastigum geta sótt um Erasmus+ náms- og þjálfunarstyrki vegna starfsfólks (öll skólastig) og nemenda (starfsmenntun og háskólastig)   Starfsfólk getur tekið þátt í gestakennslu, sótt fagtengd námskeið eða farið í starfsspeglun í 2 – 60 daga í þáttökulöndum Erasmus+.  Athugið að einungis er hægt að sækja um styrki fyrir nemendur í starfsmenntun og á háskólastigi. 

Aðeins stofnanir geta sótt um styrkina til Landskrifstofu menntahluta Erasmus+. Einstaklingar sækja um eða fá úthlutað styrkjum frá sínum stofnunum. 

Tækifæri í nám og þjálfun eftir skólastigum

Undir síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið, skoða kennslumyndbönd og nálgast tæknilegar leiðbeiningar

Gott er að kynna sér umsóknarferlið vel áður en hafist er handa við undirbúning og lesa sér til um reglur um styrkveitingar og kröfur til verkefna í Handbók Erasmus+.

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á síðum viðkomandi undiráætlana.

Hægt er að skoða auglýsingu Framkvæmdastjórnar ESB um umsóknir í Erasmus+ í heild sinni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica