Menntaáætlun (LLP) 2007-2013

Menntaáætlun Evrópusambandsins Lifelong learning programme var ýtt úr vör í janúar 2007 og var hún í gildi til 31. desember 2013.

Þann 1. janúar 2014 tók við ný menntaáætlun undir heitinu Erasmus+ og gildir hún til ársins 2020. Jafnframt færðist umsýslan Menntaáætlunarinnar frá Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins og Rannsóknaþjónstu HÍ yfir til Rannís. 

Helstu breytingar fyrir menntahlutann er að í stað skiptingar í Comenius, Erasmus, Leonardo og Grundvig þá er tækifærum Erasmus+ skipt í tvo meginflokka, þ.e. Nám og þjálfun og Samstarfsverkefni.  

Eitt markmiða Erasmus+ er að auka gæði í menntun og þjálfun innan þeirra 33 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni og stuðla að samstarfi milli evrópskra skólastofnana.

Ef þú er með fyrirspurn vegna verkefnis úr Menntaáætlun 2007-2013 vinsamlegast snúðu þér til starfsmanna og tengiliða verkefna í Erasmus+ .
Þetta vefsvæði byggir á Eplica