Erasmus+ Virtual Exchange

Verkefnið Erasmus+ Virtual Exchange gefur ungu fólki tækifæri til þess að taka þátt í fjölmenningarlegu námi gegnum samtal við annað ungt fólk í ólíkum löndum og menningarheimum.

Verkefnið er opið öllu ungu fólki á aldrinum 18-30 ára sem býr í Evrópu og Suður-Miðjarðarhafslöndum, í samstarfi við háskóla og ungmennasamtök. Markmiðið er að auka og útvíkka áhrif Erasmus+ áætlunarinnar í gegnum „sýndarskipti“ (virtual exhanges), sem eru samskipti fólks í gegnum tæknilega miðla yfir ákveðinn tíma. 

Erasmus+ Virtual Exchange býður upp á öruggt vefsvæði þar sem fólk getur talað saman og aukið fjölmenningarlega vitund sína og þá færni sem er leitað er eftir í nútímalegu samfélagi. Þátttakan er þeim að kostnaðarlausu og skráningin fer fram á einfaldan hátt á síðu Framkvæmdastjórnar ESB, þar sem má sjá yfirlit yfir þá ólíku möguleika sem í boði eru. Í sumum tilfellum geta einstaklingar skráð sig beint til leiks, eins og í umræðuhringi og námskeið á netinu en í öðrum fer skráningin fram í nafni stofnunar eða samtaka.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica