Gögn skólaverkefna

Viðaukar og námskeið

Hér er hægt að nálgast þau gögn er verkefnis­stjórar þurfa á að halda við framkvæmd Erasmus+ verkefna. Vinsamlegast athugið að gögnin eru mismunandi eftir því hvaða ár samningar voru undirritaðir milli styrkþega og Landskrifstofu.

Skjöl, viðaukar við samninga og námskeiðsgögn

Ártölin vísa í það ártal sem samningurinn um verkefnið var undirritaður við Landskrifstofu. Til þess að nálgast gögn er varðar verkefnið, skaltu smella á viðeigandi ártal og þá kemstu inn á síðu þar sem þú getur fundið viðauka við samninga, námskeiðsgögn og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru fyrir verkefnisstjóra Erasmus+ verkefna.  


 

Sækja gögn fyrir árið: 

Umsýsla og skýrsluskil í Mobility Tool

Í umsýslukerfinu Mobility Tool skal skrá framkvæmd verkefnis og skiptingu fjármagns eftir því sem við á. Lokaskýrslu verkefnisins er svo skilað í gegnum Mobility Tool með þeim upplýsingum sem skráðar hafa verið inn í kerfið.

Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna

Skipuleggja þarf aðgerðir til að tryggja nýtingu niðurstaðna á meðan á verkefni stendur og eftir að því lýkur nýta til þess ýmsa miðla, bæði prent- og rafræna.  Einnig þarf að að hafa í huga að uppfylla ákveðin formsatriði skv. samningi verkefna t.d. hvað varðar skráningu verkefnis í verkefnabanka Erasmus+, um notkun Erasmus+ merkisins  ásamt fyrirvaratextum  á öllu kynningarefni sem og höfundarétti.

Frekari hjálp

Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus + er ávallt boðið og búið að veita hjálp við umsýslu verkefna. Betra er að leita aðstoðar fyrr en seinna, svo auðveldara sá að leysa úr málum. Ennig er mjög mikilvægt að hafa samband við Landskrifstofu ef það kemur í ljós að ekki sé hægt að nýta allan styrkinn svo hægt sé þá að úthluta þeim fjármunum aftur.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica