Þema júlímánaðar verður menntun í fangelsum

28.6.2018

Að meðaltali er fjöldi fanga miðað við íbúafjölda 115.7 á hverja 100.000 íbúa (á Evrópuvísu í 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins).

Mjög lítill hluti þessara fanga er í stakk búinn til að stunda æðri menntun og í mörgum löndum er hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið grunnskóla hátt meðal fanga. Lítil menntun og færni hafa mjög neikvæð áhrif á tækifæri fanga til að fá vinnu að lokinni afplánun, sem er ein af ástæðum þess að þeir brjóta aftur af sér. Þess vegna eru grunnmenntun og starfsmenntun mikilvægar fyrir enduraðlögun fanga inn í samfélagið.

Við hjá EPALE  skiljum mikilvægi þess að bæta menntun fanga með það að markmiði að stuðla að enduraðlögun þeirra inn í samfélagið.  Skoðið þemasíðu EPALE  Menntun í fangelsum  þar sem samfélag okkar og sérfræðingar hafa safnað saman greinum, gagnlegum upplýsingum og rannsóknum á viðfangsefninu (efnið er mismunandi eftir  tungumálum). 

Heimsækið vefsíðu EPALE reglulega og skoðið nýtt efni sem birtist í júlí.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica