Þema EPALE í febrúar er samfélags­miðlar í fullorðins­fræðslu

8.2.2018

Sumir kennarar og leiðbeinendur líta á samfélagsmiðla þegar best lætur sem tækifæri til skemmtunar og þegar verst lætur sem eitthvað sem truflar nemendur.

Það er hins vegar ekki hægt að neita því að samfélagsmiðlar og samskiptamöguleikar á netinu eru mjög aðlaðandi kostir. Um það vitnar fjöldi notenda þessara miðla um allan heim, en hann er rúmlega 3 billjónir manna. Þess vegna er í síauknum mæli fjallað um notkun samfélagsmiðla í menntun til að gera námið gagnvirkara og meira aðlaðandi.

Hægt er að nota samfélagsmiðla til að eiga samskipti við jafningja hvort sem um er að ræða nemendur, kennara eða leiðbeinendur. Miðlarnir geta einnig bætt samskipti kennara og nemenda og gert kennsluna gagnvikrari. Mikilvægasta hlutverkið er samt að einfalda aðgengi að upplýsingum sem gerir samfélagsmiðlana einnig að gagnlegu verkfæri í óformlegu og formlausu námi.

Við hjá EPALE sjáum möguleika samfélagsmiðlanna varðandi fullorðinsfræðslu

Kíkið á slóðirnar hér fyrir neðan þar sem finna má áhugaverðar upplýsingar um þetta þema, sem EPALE samfélagið og landsteymin uppfæra reglulega. Heimsækið EPALE í febrúar og kynnið ykkur nýjasta efnið!
Þetta vefsvæði byggir á Eplica