Í október leggur EPALE áherslu á ávinning náms á milli kynslóða

6.10.2017

Við búum í samfélagi stöðugra breytinga þar sem yngri og eldri kynslóðir hafa í mörgum tilvikum fjarlægst hver aðra. Þessi aðskilnaður getur haft í för með sér að báðar kynslóðir þrói með sér neikvæðar staðalímyndir um fólk af hinni kynslóðinni. Það getur dregið úr jákvæðum samskiptum á milli þeirra. 

Nám á milli kynslóða getur haft jákvæð áhrif á eldra fólk vegna þess að það gefur því tækifæri til að afla sér nýrrar færni og þekkingar og dregur úr hættu á þunglyndi og einangrun.

Hlutverk náms og þekkingar á milli kynslóða skipar háan sess innan símenntunar hjá EPALE. Kynnið ykkur þemasíðu EPALE  Eldra fólk   en þar er að finna greinar, gagnlegar upplýsingar og dæmisögur sem EPALE samfélagið og landsteymin í Evrópu hafa safnað saman (innihaldið er mismunandi eftir því hvaða tungumál er valið).

Ekki gleyma heldur að skoða greiningu sem Dr Christian Bernhard frá EPALE í Þýskalandi hefur gert á námi á milli kynslóða.

Heimsækið EPALE vefgáttina reglulega og fylgist með því sem birt verður í október.

Hér er að finna hjartnæmt lifandi dæmi um nám á milli kynslóða:

https://youtu.be/-S-5EfwpFOk
Þetta vefsvæði byggir á Eplica