Breytingar á menntun fullorðinna í Evrópu frá 2011

21.11.2019

  • Þrjár manneskjur að tala saman

Evrópusambandið samþykkti áætlun um nám fullorðinna sem tók gildi árið 2011. Ísland hefur tekið þátt í því samstarfi frá árinu 2017, þegar landstengiliður um fullorðinsfræðslu var skipaður í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Nýlega kom út skýrslan Achievements under the Renewed European Agenda for Adult Learning,  þar sem fjallað er um árangurinn. Margt hefur þróast til betri vegar en enn er mikið óunnið. Gagnrýnt er að ennþá séu margir fullorðnir án grunnfærni í lestri, fleiri námsleiðir vanti fyrir fullorðna með litla menntun og að aðgangur að raunfærnimati sé víða takmarkaður. 

Þátttaka í námi fullorðinna á Íslandi hefur minnkað úr ríflega 30% árið 2010 í tæplega 25% árið 2018 en Ísland er samt með einhverja hæstu þátttöku í Evrópu. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica