Tækifæri á sviði fullorðins­fræðslu

Lokað er fyrir umsóknir. Næstu umsóknarfrestir verða í febrúar og mars 2018.

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenskar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði fullorðins­fræðslu. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðins­fræðslu og einnig vegna starfsnáms og þjálfunar starfsfólks í í öðrum löndum Evrópu.

Hvernig á að sækja um?

Til þess að geta sótt um styrk í Erasmus+ þurfa stofnanir að vera skráðar með aðgang í vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB (European Commission Authentication Service - ECAS) og sækja í kjölfarið um PIC númer. 

Nánar um umsóknarferlið

 

Dreifstýrð verkefni

Umsjón með dreifstýrðum verkefnum er hjá Landskrifstofu Erasmus+ í viðkomandi landi.  Á Íslandi er Landskrifstofa mennta- og íþróttahlutans hjá Rannís. Umsækjendur, þ.e. skólar, stofnanir og fyrirtæki (lögaðilar) sækja um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.

Nám og þjálfun innan fullorðinsfræðslu

Í flokknum Nám og þjálfun geta fullorðinsfræðslustofnanir sótt um styrk til að bjóða starfsfólki sem stýrir fullorðinsfræðslu upp á þjálfun með námsheimsóknum með skipulagðri dagskrá á vinnustaði (job-shadowing) eða að taka þátt í náms- og þjálfunarferðum (teaching or training).  Starfsfólk getur þannig eflt eigin starfsþróun með þátttöku í skipulögðum námskeiðum eða þjálfun.  Sjá nánar Nám og þjálfun í fullorðinsfræðslu

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðsluaðilum, stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á sviði fullorðinsfræðslu tækifæri til að vinna samstarfsverkefni og þróa eða prófa nýjar aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu í samstarfi við aðila í a.m.k. tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+.  Sjá nánar Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu.

Samstarfsverkefni þvert á skólastig

Í stað þess að verkefni tengist eingöngu fullorðinsfræðslu er einnig hægt að sækja um verkefni sem snúa að og fjalla um tvö eða fleiri skólastig (formleg eða óformleg). Ekki er sérstakt  umsóknareyðublað fyrir þessi verkefni, heldur er valið umsóknareyðublað þess skólastigs sem getur talist leiðandi í umsókninni.  Athugið að skoða vel og velja forgangsatriði þeirra skólastiga sem umsóknin snýst um.

Miðstýrð verkefni

Með meðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna er hjá Evrópusambandinu.  Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni milli atvinnulífs og skóla (Secor Skills Alliances)

Markmið þessara verkefna er að stuðla að því að menntun á sviði fullorðinsfræðslu sé í takt við þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma. Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um styrk í verkefnaflokkinn Sector Skills Alliances.

Stuðningur við stefnumótun (Support for policy reform)

Þessi verkefni tengjast stefnumótun í menntamálum og krefjast oft þátttöku stjórnvalda en aðrar stofnanir geta einnig tekið þátt og jafnvel leitt verkefni. Ekki er um fasta, árlega umsóknarfresti að ræða fyrir skilgreinda tegund verkefna eins og í öðrum hlutum Erasmus+ heldur eru auglýstir stakir umsóknarfrestir fyrir sértæk verkefni (þemu).

Frekari upplýsingar um Stuðning við stefnumótun (Support for policy reform)  og opna umsóknarfresti er hægt að nálgast á vef EACEA .  

 

Stuðningur og samstarf

EPALE - vefgátt fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu

Stofnanir geta skráð sig á vefgátt EPALE  til að finna samstarfsaðila fyrir verkefni í Nám og þjálfun og Samstarfsverkefni  

Tengslaráðstefnur

Nokkrum sinnum á ári eru haldnar Tengslaráðstefnur víðsvegar um Evrópu. Markmiðið með þeim er að tengja saman samstarfsaðila í Erasmus+ verkefnum út frá ýmsum þemum. Starfsfólk Landskrifstofu veitir  upplýsingar um Tengslaráðstefnurnar

Beiðni um samstarf

Reglulega berast til Landskrifstofunnar erindi þar sem erlendir aðilar eru að leita eftir samstarfsaðilum á Íslandi. Starfsfólk Landskrifstofu getur veitt upplýsingar um slík erindi, en vinsamlegast athugið að það er án ábyrgðar og er ekki trygging fyrir því að samstarfsaðilinn sé traustur.

Myndband um raunfærnimat

Raunfærnimat - Viðurkenning á þekkingu og færni

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica