Gæða­viður­kenningar og Erasmus+verkefnabankinn

  • Vidurkenningar2019
    Handhafar viðurkenninga 2019 fyrir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum.

Íslendingar hafa tekið þátt í evrópsku samstarfi á sviði menntunar og starfsþjálfunar í rúmlega aldarfjórðung. Á þeim tíma hefur mikill fjöldi Íslendinga tekið þátt í evrópsku samstarfi og fengið tækifæri til styttri eða lengri dvalar í öðrum Evrópuríkjum. Mikilvægt er að sýna fram á hvernig árangur verkefna er sannreyndur og að verkefnin skilji eitthvað eftir sig sem nýst getur til framtíðar. Sem liður í því eru meðal annars veittar gæða­viðurkenningar til verkefna sem eru metin faglega út frá lokaskýrslum.

Gæðaviðurkenningar Landskrifstofu

Gæðaviðurkenningar fyrir verkefni styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins á Íslandi hafa verið veittar frá árinu 2004. Gæða­viðurkenningar Erasmus+ eru veittar í sex flokkum, það eru verkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, í æskulýðsstarfi, í starfsmenntun, á háskólastigi, í fullorðinsfræðslu og eTwinning - rafrænu skólasamstarfi. Við val á gæðaverkefnum er horft til nýsköpunar, yfirfærslumöguleika, áhrifa til lengri og skemmri tíma og verkefnastjórnunar almennt.

Gæðaviðurkenning 2019    Gæðaviðurkenning 2017   Gæðaviðurkenning 2015

Erasmus+ verkefnabankinn

Framkvæmdastjórn ESB heldur úti Erasmus+ verkefnabanka þar sem hægt er að fletta upp öllum Erasmus+ verkefnum, þar á meðal íslenskum. Hér er hægt að skoða niðurstöður verkefna, skoða fyrirmyndarverkefni og árangurssögur af verkefnum sem hafa þótt skara fram úr.

 200x278_Banner_E-PRP
Þetta vefsvæði byggir á Eplica